Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 39
38
Múlaþing
hjallabrúnarinnar og lækjarfarvegsins, en
lækurinn sneiðir á ská út og upp [!] eftir
hjallanum, smáspöl. Landamerkin milli
bæjanna eru við ytri Þórisstaðalækinn.”
(Bréf, ágúst 1991).
Skv. korti sem fylgdi bréfinu er kofinn í um 330
m hæð y.s. Merkilegt er að kofans er ekki getið
í örnefnaskrá Egilsstaða, og sýnir að ekki er á
þær að treysta sem heimildir um smalakofa.
Bergljót og Gunnar á Egilsstöðum segja að
bræðurnir Gunnar og Vigfús Sigurðssynir hafi
byggt kofann 1890, er þeir sátu yfir kvíaám,
en litla byrgið hafi börn Gunnars byggt, er þau
voru að leika sér þarna uppfrá, en þar á meðal
var Jófríður móðir Gunnars bónda. (Bréf 6.
4. 2012). Árið 2016 var stikumerkt leið frá
Óbyggðasetrinu á Egilsstöðum að smalakof-
anum. Mun hún vera um 2 km og liggur um
grónar brekkur og hlíðar með vægum halla.
Hamborg: „Fyrir ofan brún eru Höll,
norður að Holuvörðuhæð. Þar framar er Hósa-
kofi.“ (Í örnefnaskrá, ranglega ritað „Húsa-
kofi“). Þetta mun vera smalakofi, kenndur
við Hóseas Jónsson, sem ólst upp í Hamborg
og átti þar lengi heima fyrir og um aldamótin
1900, var sjálflærður organisti. (Sjá Fljóts-
dælu mína, 2016, bls. 405).
Geta má þess að á klettinum Ingiríði,
ofantil í fjallinu upp af Hamborg, eru sér-
kennilegar tættur af þremur grjóthlöðnum
byrgjum eða kofum, sem kallast „Selið á
Ingiríði“ og eru taldar seltættur, þó að þær
líkist miklu meira smalakofarústum. (Sjá
Fljótsdælu 2016, bls. 340).
Bessastaðir: „Ofan við brúnina heita Höll,
þá eru Þrímelar. Þar fram og upp af er hjásetu-
kofi sem heitir Bræðraborg, þar út og upp
af var grjótvarða á hæð, kölluð Hæðarvarða.
Upp úr henni var byggður hjásetukofi, sem
hét Péturskofi. Nú aðeins vörðutyppi.“ Þetta
mun vera eina dæmið um heitið „hjásetukofi“
á smalakofa í Fljótsdal.
Smalakofinn á Stóramel í Brekkufjalli 2014. Málfríður Björnsdóttir stendur við kofann. Ljósm. Sigrún Ólafsdóttir,
Brekkugerði.