Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 39

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 39
38 Múlaþing hjallabrúnarinnar og lækjarfarvegsins, en lækurinn sneiðir á ská út og upp [!] eftir hjallanum, smáspöl. Landamerkin milli bæjanna eru við ytri Þórisstaðalækinn.” (Bréf, ágúst 1991). Skv. korti sem fylgdi bréfinu er kofinn í um 330 m hæð y.s. Merkilegt er að kofans er ekki getið í örnefnaskrá Egilsstaða, og sýnir að ekki er á þær að treysta sem heimildir um smalakofa. Bergljót og Gunnar á Egilsstöðum segja að bræðurnir Gunnar og Vigfús Sigurðssynir hafi byggt kofann 1890, er þeir sátu yfir kvíaám, en litla byrgið hafi börn Gunnars byggt, er þau voru að leika sér þarna uppfrá, en þar á meðal var Jófríður móðir Gunnars bónda. (Bréf 6. 4. 2012). Árið 2016 var stikumerkt leið frá Óbyggðasetrinu á Egilsstöðum að smalakof- anum. Mun hún vera um 2 km og liggur um grónar brekkur og hlíðar með vægum halla. Hamborg: „Fyrir ofan brún eru Höll, norður að Holuvörðuhæð. Þar framar er Hósa- kofi.“ (Í örnefnaskrá, ranglega ritað „Húsa- kofi“). Þetta mun vera smalakofi, kenndur við Hóseas Jónsson, sem ólst upp í Hamborg og átti þar lengi heima fyrir og um aldamótin 1900, var sjálflærður organisti. (Sjá Fljóts- dælu mína, 2016, bls. 405). Geta má þess að á klettinum Ingiríði, ofantil í fjallinu upp af Hamborg, eru sér- kennilegar tættur af þremur grjóthlöðnum byrgjum eða kofum, sem kallast „Selið á Ingiríði“ og eru taldar seltættur, þó að þær líkist miklu meira smalakofarústum. (Sjá Fljótsdælu 2016, bls. 340). Bessastaðir: „Ofan við brúnina heita Höll, þá eru Þrímelar. Þar fram og upp af er hjásetu- kofi sem heitir Bræðraborg, þar út og upp af var grjótvarða á hæð, kölluð Hæðarvarða. Upp úr henni var byggður hjásetukofi, sem hét Péturskofi. Nú aðeins vörðutyppi.“ Þetta mun vera eina dæmið um heitið „hjásetukofi“ á smalakofa í Fljótsdal. Smalakofinn á Stóramel í Brekkufjalli 2014. Málfríður Björnsdóttir stendur við kofann. Ljósm. Sigrún Ólafsdóttir, Brekkugerði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.