Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 125

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 125
124 Múlaþing járnþorn að innan og við þorninn hafði varð- veist klæðisbútur úr ull. Þar sem spanskgræna af nælunni smitaði bein konunnar (neðri kjálka, herðablaðsbrot og viðbein) er talið að nælan hafi verið borin ein, efst á brjóstkassa. Þó að skrautverkið á brjóstnælum „fjallkon- unnar“ og á Hrísum virðist eins við fyrstu sýn þá eru þær frábrugðnar að því leyti að nælan frá Hrísum er ekki skreytt með silfurþráðum, heldur með upphleyptu mynstri (Sigurður Bergsteinsson, 2005, bls. 34; 2006, bls. 9, Karlotta S. Ásgeirsdóttir, 2011, bls. 70-71; Kristján Eldjárn, 2016, bls. 148, 358; Kristín Huld Sigurðardóttir, 2004, bls. 64-75, 68-69; Sarpur, menningarsögulegt gagnasafn: http:// sarpur.is, Þjms.nr. 7346/1916-329). Nælur af gerð R. 652/654, 51C hafa fundist á nokkrum stöðum á Íslandi, til að mynda að Gamla-Berjanesi, V-Landeyjahreppi í Rangár- vallasýslu. Varðveist höfðu leifar af klæðnaði undir þeirri nælu. Stærð nælanna frá Gamla- -Berjanesi var sú sama: 11 cm að lengd, breidd 7,5 cm og hæð 3,6 cm. Í kumlateignum að Miklaholti, Biskupstungnahrepp, Árnessýslu, fundust meðal annarra gripa tvær nælur af gerð R. 652/654, 51C, ásamt kringlóttri nælu, þríblaðanælu, ellefu perlum, járnmel og járn- broti. Samsetning þessara gripa er ekki ólík þeim sem fundust á Vestdalsheiðinni. Gylling hefur einnig varðveist á einni nælunni en hin hefur spanskgrænu. Í Þjórsárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Árnessýslu fundust líka tvær nælur af gerð 652/654, 51C, þær eru jafn stórar: 10,2 cm að lengd og 8,9 cm að breidd. Innan í þeim fundust leifar af grænum klæðn- aði (Kristján Eldjárn, 2016, bls. 81, 86-87; Karlotta S. Ásgeirsdóttir, 2011, bls. 69-73). Brjóstnælur, eða kúptar nælur, eru einmitt samkvæmt Kristjáni Eldjárn algengastar skart- gripa í kumlum kvenna og eru þær oftast bornar tvær og tvær saman. Fylgir þeim þá oft einn næla af annarri gerð, s.s. „þriðja nælan“ og auk þess steinasörvi milli kúptu nælanna, sbr. Smykker 240. Samtals hafa fundist kúptar nælur í 23 kumlum hér á landi og þar af tvær saman í 15 kumlum. Taldi Kristján að allar líkur hefðu verið á að tvær nælur hefðu verið saman í sumum þessara átta kumla en að önnur hefði glatast vegna óheppilegra fundaratvika. Þó fannst aðeins ein brjóstnæla í Dalvíkurkumlinu (Kt 89, 5 kuml) og virtist kyrtillinn því hafa verið tekinn saman í hálsmálið. Í Valþjófsstaðakumlinu (Kt 137) var hvort sitt afbrigði af Rygh 652 og 654. Önnur þeirra var eins og Smykker 51b en hin eins og Smykker 51k. Mynd 12. Brjóstnæla Þjms.nr. 2004-53-2. Ljósm.: Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafn Íslands. Mynd 13. Bakhlið brjóstnælu Þjms.nr. 2004-53-2. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.