Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 108
107
Um sannfræði Hrafnkelssögu
telja það ólíklegt að Sámur hefði haldið áfram
Freysdýrkun sem Hrafnkell hafði trúað svo
mjög á. Sú dýrkun myndi aðeins hafa minnt
íbúa Hrafnkels- og Jökuldals á fyrri foringja
þeirra, og því ekki óskynsamlegt af Sámi að
eyða öllum þeim ummerkjum og byggja nýtt
hof með goðum. Þetta ætti að vera augljóst og
hefur reyndar verið á það bent (t.d. Hermann
Pálsson).
Ýmislegt fleira í sögunni finnst Sigurði tor-
tryggilegt, t.d. frásögnin af Hallsteinssonum
á Víðivöllum, sem ber óneitanlega nokkurm
keim af Droplaugarsonasögu, enda er tiltölu-
lega skammt á milli atburða þessara tveggja
sagna í tíma og rúmi.
Þá finnst honum það ekki koma vel heim
og saman að sagan segir að kona Hrafnkels
hafi verið Oddbjörg Sköldólfsdóttir úr Lax-
árdal. Í Landnámu séu að vísu nefndir tveir
Skjöldólfar (báðir á Austurlandi), en þar sé
enginn Laxárdalur. Hér finnst mér þó vera
farið út í óþarfa hártoganir. Ekkert er því til
fyrirstöðu að kona Hrafnkels, hafi verið úr
öðrum landsfjórðungi, enda þótt Skjöldólfarnir
báðir í Landnámu búi á Austurlandi. Vitað er
til að Landáma getur ekki um nöfn á nærri
öllu fólki er til Íslands fluttist á tímabilinu
874 – 880.
Á það má líka benda að Laxárdalur heitir
dalur með samnefndri á og liggur inn frá
Fossvöllum í Hlíð. Sá dalur hefði getað verið
byggður til forna og þar búið Skjöldólfur faðir
Oddbjargar. Það verður að teljast mög hæpin
ályktun að persónur sem ekki koma við neina
sögu aðra hafi ekki verið til.
Hér hefur nú verið ritað nokkuð um megin-
rök Sigurðar, að höfundur hafi verið að skrifa
skáldverk og skeytt lítið um sannindi á bak
við það. Ýmsum smátriðum hefur þó verið
sleppt, enda skipta þau flest litlu máli í þessu
Freysnes í Fellum, í baksýn sér til Fellabæjar. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.