Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 137

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 137
136 Múlaþing (costae), 7) allar tennur úr efri og neðri gómi, utan augntannar í neðra gómi hægra megin (sú tönn fannst þegar farin var önnur ferð á svæðið). Ekki var hægt að sjá á greiningu Guðnýjar að fundist hefði kjálkabein við björgunaruppgröftinn. Þar sem tennur „fjallkonunnar“ voru nokkuð heillegar (mynd 31) var hægt að áætla aldur einstaklingsins út frá þeim. Lífaldur er metinn út frá eyðingu tannflata, þ.e. yfir- borðseyðingu jaxla. Á „fjallkonunni“ sást dálítil eyðing á fyrsta jaxli í bæði efri og neðri gómi og lítilsháttar eyðing á jaxli númer tvö í efra gómi hægra megin. Tennurnar voru það heilar að hægt var að áætla að líklegur aldur hafi verið 20-30 ára við andlát (Brothwell, 1994, bls. 71-72; Guðný Zoëga, 2006, bls. 3-7; Hildur Gestsdóttir, 2004, bls. 6; Mayes, 1998, bls. 61). Það vakti athygli Guðnýjar að þó svo að slit væri almennt lítið á tönnunum voru framtennur í efri og neðri gómi nokkuð slitnar, auk þess sem framtennur efri góms voru dökkar á lit. Taldi Guðný það geta hafa tengst einhverjum athöfnum eða venjum sem valda óvenju miklu sliti á afmörkuðum tann- flötum. Guðný hafði einnig punktað það hjá sér við skoðun líkamsleifa „fjallkonunnar“ að dökku framtennurnar í efra gómi væru „shovel-shaped“, eða skóflulaga (Guðný Zoëga, tölvupóstar 2016 og 2018). Rannsóknir réttartannlækna (e. for- ensic dentists) hafa sýnt fram á hægt er að sjá ákveðnar vísbendingar um uppruna (aðgreiningar í kynþætti) út frá formi tanna. Sagan hefur kennt okkur að fara varlega með fullyrðingar um kynþætti, þar sem slík aðgreining hefur verið nýtt til að upphefja einn kynstofn á kostnað annars. Þó má velta því upp hvort nýta megi slíkar vísbendingar til að greina uppruna í fornleifafræðilegum tilgangi séu aðrar leiðir ekki færar. Sam- kvæmt nýlega birtri grein er hægt að nýta tannfræðileg einkenni til upprunagreiningar í þrjá flokka kynþátta (Caucasoid, Mon- goloid, Negroid) Homo sapiens út frá formi tanna (cusps of Carabelli, shovel-shaped incisors, multicusped premolars). Einkenni sem greina má til aðgreiningar í kynþætti er t.a.m. skóflulaga form tanna, sem finnst hjá um 90% einstaklinga af hinum mongólska kynstofni (Eskimos and American Indians) (Rawlani et al, 2017, bls. 38-42). Þar segir m.a. „Shovel-shaped incisors are exhibited among in about 30%-36% of the Danish and Swedish population, 46% of the Palestinian Arabs, and also in 51% of the Indians.“ (Rawlani et al, 2017, bls. 40). Getur verið að ákveðið skóflulaga form framtanna „fjall- konunnar“ gefi vísbendingu um að hún hafi verið af uppruna kynstofna sem flokkast sem mongólskir? Líklega verða hugleiðingar sem þessar lítið annað en getgátur, þar sem greina þyrfti heilar tennur og rótarkerfi tanna til að fá svör og efri framtennur „fjallkonunnar“ Mynd 32. „Skóflulaga“ tennur. Mynd er fengin úr grein Rawlani et al, bls. 39. Mynd 33. „Skóflulaga“ form efri framtanna „fjallkon- unnar“. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.