Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 33

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 33
32 Múlaþing Það veit heilög hamingjan, hvernig sem það færi, þennan ætti ég einan mann, ef þess kostur væri. Vísan varð því miður ekki á vegi dr. Sigurðar Nordal er hann skrifaði formálann snjalla að Þyrnum Þorsteins árið 1943. Páll og Ragnhildur áttu síðasta heimilið hjá Jóni bróður Páls. Hæg voru heimatökin hjá Þorsteini með að heimsækja þau. Það er glöggt við lestur vísnakvers að Þorsteinn hefur hvatt þar reglulega dyra síðasta æviár Páls. Páll var það sem kallað var talandi skáld. „Óðara en ég andann dreg – oft er vísan búin,“ segir í einni. Ljóðasafn hans er mikið að vöxtum en mörg vísan og mörg ljóðin hafa farið forgörðum. Gunnar Gunnarsson víkur að síðustu vísum Páls í formála sínum 1942 og tilfærir tvær, aðra frá Héraði, hina norðan frá Sléttu, annarra ekki völ. Þorsteinn gerir síðustu vísum Páls góð skil og þær eru tengdar ævilokum og Ragnhildi, sjö talsins. Dagsetningar tengjast heimsóknum Þorsteins til Páls. Ártalið 1902, með spurningarmerki er sett við þá fyrstu: Dauðinn hefur oft í ár, augna þinna flúið tár. Hann sá þú mundir sakna mín, svo hlífði hann mér vegna þín. Í júlí, 1905 Áður gekk ég yfir fjöll, ærið langan veginn, nú er þessi ævin öll úti og ég er feginn. Í september, 1905 Það hefur gengið margt á mót, mest á ellidögum, því er nú engin, engin bót önnur en skipta högum. 10. október, 1905 Arma hlýja hefurðu, um hálsinn minn, þá vefurðu, góða kossa gefurðu, hjá gamla Páli sefurðu. 14. október, 1905 Mínum raunaferli frá fátt er nú að segja, nema að söm er þessi þrá í þínu skauti að deyja. 18. október, 1905 Komdu nú með létta lund, lipra hönd og mjúka, láttu hana litla stund lækna mína sjúka. 20. október, 1905 Aldrei hef ég eina stund í orði eða verki svikið þig, en þegar ég hníg í bænablund býst ég við þú eigir mig. Það er með sanni sagt að engir muni hafa unnað konu sinni heitar en Páll Ólafsson. Afmælisdagur Ragnhildar var 5. nóvember. Páll fegraði hvern afmælisdag hennar með ljóði. Hann dó 23. desember 1905. Þorsteinn sendi Ragnhildi afmæliskveðjur í ljóði næstu ár. Ég tek hér upp tvö erindi úr kveðjunni 1906: Hver á nú að heilsa þér hlýjum bragarorðum? Nú er 5. nóvember, nú saung annar forðum. Blessuð veri harpan hans, hún gaf ykkar degi sólskin nóg í sigurkrans, þó síðan aðrir þegi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.