Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 89
88
Múlaþing
Samkvæmt þessu var nemendafjöldinn
tíu 1994, sex 1995, níu 1997 og tólf 1998,
samtals 37 öll árin.
Þá er einnig vert að nefna námskeið um
félagsþjónustu sveitarfélaga og barnavernd,
sem haldið var að Skriðuklaustri 17. nóvem-
ber 1995. Leiðbeinendur voru þau Ingibjörg
Broddadóttir og Bragi Guðbrandsson. Nem-
endur voru 16 talsins frá 9 þáverandi sveitar-
félögum í Múlasýslum samkvæmt nöfnum í
gestabók Klausturheimilisins.
Þannig má segja að við BsA námskeiðin
hafi bæst þessi 5 námskeið með 53 nemendur
alls, sem stóðu samtals yfir í 21 dag. Sam-
tölum þessara námskeiða eru gerð frekari
skil í heildarmynd námskeiðahaldsins alls
hér í töflu 2.
Nokkrar frásagnir og vísur í
tengslum við námskeiðahaldið
Þar sem lesendur eru sjálfsagt sumir a.m.k.
búnir að fá nóg af meira og minna þurrum
texta, hráum tölum og upptalningu er nám-
skeiðin varðar í töflu- og myndrænu formi,
tekur nú við (vonandi) nokkuð líflegri kafli
um ýmis atvik, sem áttu sér stað í tengslum
við námskeiðahaldið.
Yfirleitt skráðu þátttakendur námskeið-
anna sig í gestabók Klausturheimilisins, þegar
námskeið voru haldin þar. Fyrir utan blánöfnin
er ekki laust við ýmsar viðbætur frá eigin
brjósti. Einn þátttakandi í rafgirðingarnám-
skeiði, sem haldið var á Klaustri í júníbyrjun
árið 1993, Hákon, heitinn, Aðalsteinsson skáld
og skógarbóndi með meiru á Húsum í Fljóts-
dal, kom þar ögn við sögu. Leiðbeinandi á
þessu námskeiði var góður vinur höfundar,
skagfirskur og fyrrum starfsbróðir í ráðu-
nautastétt, Ragnar Eiríksson, sem eins og
Hákon, er nú einnig látinn. Ragnar var opin-
skár og indælis náungi, en ekki þekktur fyrir
kyrrsetur, heldur frekar þvert á móti, – ekki
beint hógvær í sínum athöfnum, þótt ekki sé
meira sagt... Svona manngerð porrar mann-
skapinn upp og greinilegt að Hákon, eins
og fleiri, hafi haft gaman að honum.... Eftir
stutta athugun Ragnars á umhvefinu í leit að
heppilegum vettvangi fyrir hinn verklega þátt
námskeiðsins, varð um 300m2 kartöflugarður
staðarins rétt utan og ofan við Gunnarshús
fyrir valinu. Hefur Ragnari sjálfsagt þótt hin
*) Síðasti ,,Wool Camp” hópurinn var haldinn vorið 1998 og er tekinn með hér (sjá nánar í texta)
Skýringar
Námsk í vegum BsA Námsk haldin alls*)
Fjöldi % Fjöldi %
Nemendur alls 503 556
Nemendur alls á námskeiðum á Skriðuklaustri 327 65 380 68
Nemendur alls á námskeiðum öðrum en á Klaustri 176 35 176 32
Námskeið alls 57 62
Námskeið alls haldin á Skriðuklaustri 37 65 42 68
Námskeið alls haldin annars staðar en á Klaustri 20 35 20 32
Námskeiðsdagar alls 143 164
Meðalnemendafjöldi á hverju námskeiði 8,8 9,0
Meðaldagafjöldi sem hvert námskeið tók 2,5 2,6
TAFLA 2 Samtölur yfir námskeiðahaldið á Skriðuklaustri og víðar eystra 1992-1997/98*)