Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 139
138
Múlaþing
ákveðnar vísbendingar um staðsetningu gripa.
Afstöðumyndin var unnin út frá upplýsingum
á fundapokum, frumgögnum, útgefnu efni um
fornleifafundinn og myndum. Hægt var að
staðsetja 345 perlur í reitakerfi björgunarupp-
graftarins, en 120 perlur voru utan kerfis, þ.e
þær fundust fyrir neðan reiti eða við sigtun í
læk. Sjá má dreifingu perla í „kökunum“ sem
tengjast hverjum reit fyrir sig, „kökurnar“
sýna hlutfall perla út frá gerð í hverjum reit
fyrir sig.
Umræður
Hér á eftir verður fjallað um félagslega stöðu
„fjallkonunnar“ og „sjálfsvitund“ hennar með
frekari túlkun á þeim gripum og gögnum
sem lýst hefur verið hér á undan, en einnig í
samanburði við aðra sambærilega fundi utan
Íslands. Perlurnar kunna að vera lykillinn að
túlkuninni. Þá verður skoðað hvort um seið-
mann eða völvu gæti hafa verið að ræða. Loks
verður skoðað hvort hægt sé að flokka forn-
leifafundinn sem kuml eða eitthvað annað.
Upplýsingar úr rannsóknargögnum og
áðurnefndri ritgerð Elínar Óskar voru nýttar
til að skoða rýmisdreifingu gripa, svo að hægt
væri að skoða hvernig gripir og líkamsleifar
fjallkonunnar gætu hafa legið í upphafi og
hvort það væri hægt að sjá myndrænt afstöðu
gripa í skúta „fjallkonunnar“ (mynd 34).
Skútinn þar sem „fjallkonan“ fannst hafði
verði teiknuð upp af Sigurði Bergsteins-
syni í kvarðanum 1 á móti 20. Hver reitur á
afstöðumyndinni er misstór, frá sirka 0,5–1
m að lengd. Hafa verður í huga að ekki er um
rýmisgreiningu að ræða í nákvæmu hnita-
kerfi x- og y- ása, en afstöðumyndin sýnir þó
Mynd 34. Afstöðumynd
gripa til rýmisgreiningar.
Byggt á uppdrætti Sig-
urðar Bergsteinssonar.