Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 142

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 142
141 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. Scandinavia ca. 800–1000 A.D. Hafa verður í huga að rannsóknin er komin nokkuð til ára sinna en engu að síður er hún mikilvægt innlegg inn í rannsóknir á víkingaaldarperlu- fundum í Skandinavíu (og Schleswig-Holstein í Þýskalandi). Kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar fundur „fjallkonunnar“ er borinn saman við þá fornleifafundi þar sem fundist höfðu yfir 300 perlur í einni gröf. Vandasamt er að átta sig fyllilega á fundarsamhengi þessa forn- leifafunda í riti Callmer, til að mynda hvert sé kyn hinna heygðu eða hver tegundargreining gripa sé í samhengi við tegundagripagrein- ingar Rygh (Rygh 1885) og Petersen (1928, 1955). Callmer lýsir fimm fornleifafundum þar sem fjöldi perla fer yfir 300 (Callmer, 1977, bls. 17-28): 1) Steigen, Engeløya á eyjunni Hagbardhol- men í Noregi (1.216 perlur), 2) Fjörtoft, Möre and Romsdal í Noregi (365 perlur), 3) Kvillinge, Brådstorp, Östergötland í Sví- þjóð (401 perla), 4) Valbo, Järvsta í Svíþjóð (603 perlur), 5) Birka, gröf nr. 508, í Svíþjóð (304 perlur). Í Steigen, Engeløya, Hagbartholmen í Noregi (I/1954, nr. 7944) fannst gröf í útjaðri graf- reitar. Einstaklingurinn sem þar var grafinn var hlekkjaður niður og reyndist við greiningu karl en ekki kona). Þar fannst einnig óvenju- lega mikill fjöldi perla í einni gröf. Samkvæmt Callmer fundust þar 1.216 perlur (hálsmen). Það voru perlur af gerð A, B, E, F og S. Sjá má hluta perlanna á mynd 35. Einnig fundust tvær brjóstnælur úr bronsi (R. 655), hringprjónn úr bronsi af baltneskri gerð og óvenjuleg kringlótt næla úr bronsi (með gleri). Teikningu af afstöðu gripa í gröf I/1954 á Hagbardholmen má sjá á mynd 36. Áttalag grafarinnar var SV–NA. Gröfin var á um hálfs metra dýpi, hún var 2,10 m löng og 1,60 m breið. Í gröfinni fundust leifar af viðarkistu. Í gröfinni lá, a.m.k. það sem talin var þá kona, á vinstri hlið, með bognar fætur og höfuðið í SV. Við höfuð einstaklingsins var ílát úr sápusteini og við vinstri hlið heklunál (norsk: linhekle), tveir snældusnúðar, vefskeið úr hvalbeini og skífubrýni. Við vinstri hlið einstaklingsins var einnig lítil járnbjalla. Á brjóstinu voru tvær brjóst- nælur, hringprjónn, hringnæla og yfir 1.200 perlur, sem voru að öllum líkindum úr háls- festi, og lágu nálægt hálsinum. Við höfuð- kúpuna var kambur úr beini. Við hægri hlið einstaklingisins voru tinnusteinar og járnbrot, sigð og tveir hnífar og við miðju hans voru tvær vogarskálar úr bronsi. Nálægt hnjánum lá járnkeðja og ofarlega í vinstra kanti grafar- Mynd 35. Hluti af perlununum úr gröf I/1954. Ljósm.: Sidsel Bakke, 2012, bls. 59 Tromsø Museum. Mynd 36. Gröf I/1954, Hagbardholmen. Teikning H.E. Lund. Tromsø Museum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.