Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 117
Mynd 1. Unnið að uppgreftri þann 28. júlí 2004. Ljósmynd: Sigurður Bergsteinsson.
Í MA ritgerðinni sem greinin byggir á var markmiðið að skoðar ítarlega allan efnivið rannsóknar-
innar tengt fundarnúmeri 2004-53 á Þjóðminjasafninu (gripi, líkamsleifar og frumrannsóknargögn),
gera öll gögn um fornleifafundinn á Vestdalsheiði aðgengileg og bæta í leiðinni við þekkingu með
nýjum rannsóknum. Ákveðið var að nota breitt svið ólíkra nálgana á hug- og raunvísindasviði
til að reyna að komast að því hvaðan „fjallkonan“ kom, hvert hlutverk hennar var í samfélaginu,
líf hennar og endalok. Var hún karl eða kona? Hvað segja gripirnir sem fundust á staðnum um
félagslegt hlutverk þessa einstaklings? Hvernig var hann klæddur? Var hann völva/seiðmaður?
Er hægt að komast að uppruna hans með DNA greiningu og annars konar raunvísindalegum
rannsóknaraðferðum? Er hægt að flokka fundinn sem kuml?
Unnið var að rannsóknum vegna ritgerðarinnar í Reykjavík, Skotlandi og á Seyðisfirði undir
leiðsögn Dr. Steinunnar J. Kristjánsdóttur. Ferlið tók um tvö ár frá fyrstu vinnufundum, vegna
skipulagningar á þeim vísindalegu rannsóknum sem áætlað var að sinna, m.a. kolefnisgrein-
ingum og DNA-rannsóknum í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Gripir „fjallkonunnar“ voru
rannsakaðir á nýju rannsóknar- og varðveislusetri Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum,
haustmisserið 2017. Vorið eftir var rannsókninni fylgt eftir með eins misseris Erasmus námsdvöl
við háskólann í Glasgow. Námsdvölin miðast við að leita eftir upplýsingum um svipaða fundi á
Bretlandseyjum, einkum í námskeiði hjá Dr. Colleen Batey. Ritun MA ritgerðarinnar var síðan
lokið á Seyðisfirði. Ennfremur var birt grein um hár sem fannst í járngrip sem talinn er vera brot
af þorni einnar nælunnar í samstarfi við fræði- og vísindamenn í H.Í. og Þjóðminjasafni Íslands
(Þórhallsdóttir et al, 2019) og stefnt er að birtingu greinar á ensku um fornleifafundinn með hópi
vísinda- og fræðimanna.
Þ