Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 67

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 67
66 Múlaþing Árið 1896 heimsótti Gísli Reykjavík og var síður en svo hrifinn. Þannig að sá staður varð ekki fyrir valinu sem framtíðardvalar- staður. Gísli lýsir Reykjavík á eftirfarandi hátt í greininni „Fokdreifar“ úr Íslandsferð sumarið 1952 (Haugaeldar): „Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur vorið 1896, íshrakinn og sjórekinn á dönsku skipi, voru þar 5000 manns. Helst man ég eftir Dómkirkjunni og Alþingishúsinu sem bæði eru enn með sömu ummerkjum og sýndust þá stórbyggingar… Helsta strætið sem ég man eftir var Austurstræti, Bankastræti og Laugarvegur sem mér þótti kynlegt að bæru þrjú nöfn þar sem þau eru eitt áframhaldandi stræti. Þar var opið ræsi, fram með húsunum, full af skólpi og ýmsu rusli… En eftir það, sem hvorki ég sem aðrir minntust á er undrið mikla kraftaverkið, að á síðustu 50 árum reis Reykjavík, úr rústum lítils vanrækts sjávar- þorps upp í þrifalegan nýtískubæ, með hol- ræsi, vatnsleiðslu, rafmagni, hitun húsa frá kyngimögnuðum undirheimum og höfn .“ Óviðráðanleg atvik ollu því að Gísli settist að á Akureyri og gerðist þar prentari á nýári 1898. Hann hélt því starfi fram í júní 1903 þegar hann flutti til Winnipeg. Auk prent- verksins á Akureyri lagði Gísli stund á orgel- spil og var tenór í söngfélögum og tók þátt í leiklist. Gísli bjó hjá Birni Jónssyni eiganda tímaritsins Stefnis. Björn þessi var giftur Guðrúnu Helgu Helgadóttur sem var dóttir Margrétar á Geirólfsstöðum og þá jafnframt systir Bergþóru (Stefán Einarsson, 1962). Haustið 1900 sendi Bergþóra Guðrúnu dóttur sína norður til systur sinnar til að láta hana ganga í Kvennaskólann á Akureyri (Stefán Einarsson, 1962). Þar kynntust þau Gísli og Guðrún en þau gengu í hjónaband tveimur árum eftir að Guðrún kom til Akur- eyrar, þann 8. nóvember árið 1902 (Stefán Einarsson, 1950) Það leið ekki langur tími frá brúðkaupinu þangað til stórar ákvarðanir um framtíðina voru teknar. Á Akureyri sá Gísli einn um að prenta Stefni og einnig að sjá um efni í blaðið að auki. Gísla leyst ekki vel á fram- tíðarhorfurnar í prentiðnaðinum á Íslandi og kaus að freista gæfunnar vestanhafs. Hann fór einn vestur vorið 1903 en skildi eiginkonu sína og nýfæddan son eftir á Geir- ólfsstöðum. Helgi var á Geirólfsstöðum til átta ára aldurs. Guðrún fór vestur um haf að vitja eiginmanns síns sumarið eftir (árið 1904) og sá hvorugt þeirra Ísland aftur fyrr en þau fóru í ferðalag til Íslands á giftingarafmæli sínu árið 1927 (Stefán Einarsson, 1962). Systkinin á Háreksstöðum: Efst f v. Benjamín, Jón, Ísak, miðja f. v. Gunnar, Þórarinn, Gísli, neðst f.v. Einar Páll, Sigurjón, Anna María. Myndin er fengin úr bókinni Haugaeldar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.