Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 103
102
Múlaþing
Auk þess sem hann er lang styzta leiðin á milli
þessara tveggja staða“.
Nú er það almannarómur að Sigurður
Gunnarsson var allra manna glöggskyggnastur
og sannfróðastur á sínum samtíma og verður
þessi frásögn því vart rengd, ekki sízt þar sem
hún stenzt alveg að dómi kunnugra manna.
Nú segir í sögunni, að Hrafnkell leitaði
sér leiðar fyrir ofan fell þau er standa í Fljóts-
dalsheiði (Eyvindarfjöll), og fékk þar þurrari
leið og lengri er heitir Hallfreðargata. Þetta
hefur fræðimönnum ekki þótt koma heim og
saman við staðreyndir og því hafi þeir staðsett
Hallfreðargötu á allt öðrum stað, þar sem
engin tengsl eru við bæinn Hallfreðarstaði í
Tungu. Fyrir þeim sem kunnugir eru á þessum
slóðum er þetta þó engin fjarstæða.
Tvær leiðir liggja, og hafa vafalaust alltaf
legið úr Fljótsdal til Jökuldals. Er önnur frá
Kleif til Aðalbóls en hin utar og liggur upp
frá Bessastöðum. Sú leið er sennilega nefnd
Bessagötur í Hrafnkelssögu og var það hún
sem Sámur fór. Hallfreðargata hefur aftur á
móti legið inn með Miðheiðarhálsi allt inn
á Bessagötur, en væri þeim síðan fylgt var
skemmsta leið til Hrafnkelsdals, annað hvort á
milli Eyvindarfjalla, eða utan við ytra fjallið.
Til þess að forðast flóa og mýrar á þeirri leið
breytti Hallfreður leið sinni þannig, að hann
fylgdi Miðheiðarhálsi lengra inn sunnan
Eyvindarfjalla, þar til komið var inn á Aðal-
bólsveg (er liggur frá Kleif) og fékkst þar með
þurr og greiðfær leið allt til Hrafnkelsdals,
þótt hún væri lengri, því innri leiðin liggur
fyrir innan Eyvindarfjöll. Þarna kemur sagan
heim við staðhættina og er því engin ástæða
til að rengja hana um tilurð nafngiftarinnar
Hallfreðargata.
Af því, sem hér hefur verið sagt, virðist
ekki fjarri lagi að álykta, að höfundar, bæði
Landnámu og Hrafnkötlu, hafi báðir stuðzt við
arfsagnir misjafnlega haldgóðar, þar sem höf-
undur sögunnar hefur þó staðið öllu betur að
vígi, sennilega vegna síns kunnugleika, enda
að öllum líkindum samsveitungur Hrafnkels.
Ætti það því ekki að skipta miklu máli, hvort
höfundur hefur þekkt Landnámu eður ei.
Séð inn Miðheiði, Litla-Sandvatn á miðri mynd. Hallfreðargata er talin hafa legið inn Miðheiði. Ljósmyndari og
eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.