Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 65

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 65
64 Múlaþing Firðskeyti Ég berst á vængjum bjarta sumarnótt um blálofts vegu heim á gamla bæinn. Þar allt sem lifir sefur sætt og rótt og sólin ein þar heldur vörð um æginn. Ég fel hjá vanga þínum blóm og blað og bið þín gæti Íslands heillavættir. Svo er þú vaknar og þú finnur það þá áttu víst, ég sveif um húsagættir. Guðrún Finnsdóttir flutti til Akureyrar þegar hún var 16 ára gömul og stundaði nám í kvennaskóla (Einar Páll Jónsson, 1950). Hún var send þangað haustið árið 1900. Þar á heimili móðursystur hennar, Guðrúnar Helgu og manns hennar Björns Jónssonar ritstjóra Stefnis kynntist hún Gísla Jónssyni frá Háreksstöðum á Jökuldalsheiði sem var prentari við blaðið. Hann var mjög glæsilegur maður söngmæltur og skáldmæltur (Stefán Einarsson, 1950). Gísli var fæddur þann 9. febrúar 1876. Gísli var rétt rúmlega mánaðargamall þegar fjölskyldan veiktist af einhverskonar far- sótt. Þrjú yngstu börnin veiktust og móðir þeirra. Um læknisþjónustu var ekki að ræða á Háreksstöðum og mjög langt í næsta lækni. Eini læknirinn á Austurlandi var búsettur á Eskifirði. Gísli (1962) lýsir þessum atburði í greininni Heiðarbúinn og ættmenni hans í bókinni Haugaeldar: „Eitthvert kvöld sat faðir okkar með mig hvítvoðunginn í fanginu og sá ekki betur en ég var að gefa upp öndina. Tók hann til þeirra örþrifaráða að dreypa ofan í mig hálfri teskeið af brennivíni og við það rank- aði ég við mér og hef ávallt þótt sopinn góður“. Gísli fór snemma að hnoða saman vísum og kvaðst hafa gert það til að hafa eitthvað fyrir stafni, auk þess að gæta ánna og hestanna á Háreksstöðum. Að hann réðst snemma í skáldskap kveðst hann þakka því að á heim- ilinu voru til fornsagnir, ljóðabækur og gamla Alþýðubókin. Þrettán ára náði hann í stjörnufræði og jarðfræði og fleiri bækur. Sennilega hefur smalinn Gísli ekki þurft að bíða lengi eftir að eignast fyrsta lambið en hann varði ágóðanum af sölunni í að gerast áskrifandi að Fjallkonunni. Faðir hans hélt þeim góða sið að vera með húslestra á Háreksstöðum á sunnudögum. Yfir veturinn var lesið upphátt á kvöldvökum og þá helst dagblöðin, sögur, kvæði og rímur. Þar sem Gísla leiddist tóskapurinn þá varð hann oftast valinn til að lesa (Haugaeldar, 1962). Gísli Jónsson samdi kvæði um æsku- stöðvarnar Háreksstaði en kvæðið birti hann í bókinni Fardagar (1956) eftir Íslandsför hans árið 1952. T.v. Halldór Stefánsson (f.1877 – d.1971), fæddur á Desjarmýri á Borgarfirð og t.h.Gísli Jónsson (f.1876 – d. 1974.) frá Háreksstöðum í Jökulsdalsheiði. Ljós- myndari: Eyjólfur Jónsson. Eigandi myndar: Ljósmynda- safn Austurlands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.