Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 118
117
Þ
„Sér hún hátt og vítt um veg“
hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
Rannveig Þórhallsdóttir
Þann 24. júlí 2004 vakti eftirfarandi fyrir-
sögn greinar í Morgunblaðinu athygli
landsmanna: „Minjar frá landnámsöld
fundust á víðavangi. Vinnufélagar frá Seyðis-
firði rákust á axlar- og brjóstnælur úr bronsi
sem eru trúlega frá 10. öld“. Í greininni er
sagt frá því að fornminjar hefðu fundist á
Vestdalsheiði þegar Ágúst Borgþórsson og
Unnar Sveinlaugsson frá Seyðisfirði rákust
fyrir tilviljun á áðurnefnda gripi er þeir voru
á ferð í stórgrýtisurð, skammt frá fornri
gönguleið á Vestdalsheiði, í 10–15 km fjar-
lægð frá Seyðisfirði (mynd 1) („Minjar frá
landnámsöld fundust á víðavangi“, 2004).
Fundarstaðurinn er sýndur hér sem rauður
depill á myndum 2 og 3 (gps hnit 65º18´10 ºN
14º05´31ºV). Frá honum blasir Afréttartindur
við. Rétt við Afréttartind er örnefnið Una-
leiði (einnig nefnt Unusæti) (Minjastofnun
Íslands, 2018). Enginn vissi á þessum tíma-
punkti hverjum þessir gripir tilheyrðu og
hvað myndi finnast síðar. Geta má þess að á
hnjúki utan við Haugsmýrar á Vestdalsheiði
er einnig að finna örnefnið Haugur (sjá mynd
2). Þar segir sagan að Bjólfur landnámsmaður
Seyðisfjarðar (skv. Landnámu) sé heygður
(Sigurður Vilhjálmsson, 1960, bls. 98).
RÚV hafði verið fyrst með fréttirnar af
fornleifafundinum og fylgdi því eftir sumarið
2004 með ítarlegum fréttaflutningi enda þótti
fundurinn áhugaverður fyrir margra hluta
sakir; þjóðin áhugasöm um landnámsminjar;
fornleifarannsóknin var á óvenjulegum stað,
hátt uppi á heiði – og eftir því sem leið á
sumarið fylgdust landsmenn spenntir með
atburðarásinni á Vestdalsheiði (Haraldur
Bjarnason (fréttamaður), 2004a og 2004b);
Ásgrímur Ingi Arngrímsson (fréttamaður),
2004; „Um 420 perlur fundust hjá konunni
á Vestdalsheiði. Varð líklega undir skriðu“,
2004).
Skúti „fjallkonunnar“ sést hér á mynd 4
og umhverfi fornleifauppgraftarins á mynd 5.
Þann 27. júlí 2004 lagði hópur af stað
í leiðangur á Vestdalsheiðina undir stjórn
Sigurðar Bergsteinssonar, þáverandi starfs-
manns Fornleifaverndar ríkisins. Einnig voru
Unnar Sveinlaugsson og Ágúst Borgþórs-
son, mennirnir sem fundu þríblaðanæluna
og brjóstnæluna á víðavangi með í för og
gátu þeir leiðsagt hópnum með hvar fyrstu