Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 94
93 Námskeiðahald á Skriðuklaustri og víðar á Austurlandi 1992–1997 áherslubendingar á kennsluefnið á glærunum, var hann kominn með blöðrur og svöðusár í lófann eftir skarpar brúnir listans. Sársaukinn, sem áreiðanlega var verulegur, hafði samt greinilega ekki náð að yfirgnæfa kappsemi hans og brennandi áhuga á kennslunni meðan á henni stóð. Lokaorð Fleiri sögur mætti vafalaust tína til af atvikum er varða fjölbreytni námskeiða þessara, mann- gerða og aðstæðna af ýmsu tagi, en það verður að bíða betri tíma. Eftir að hafist var handa við að rifja upp tímabil námskeiðahaldsins, sem grein þessi fjallar um, fór ekki hjá því að hugurinn reik- aði víðar og takmarkaðist ekki endilega við þetta tímabil, heldur dvölina á Skriðuklaustri allt frá því að þáverandi tilraunastjóri, Jónas Pétursson réð höfund greinarinnar, þá nýbak- aðan búfræðing af mölinni, að Skriðuklaustri haustið 1959. Þótt veran á Klaustri hafi verið þessum pilti ansi kaflaskipt er óhætt að segja að endurkomur þangað hafi ráðist af lítt skýr- anlegu aðdráttarafli til staðarins sem enn er til staðar, hartnær 60 árum síðar, þegar þetta er ritað 2017, og varla von á að það eigi eftir að breytast héðan af. Þótt þetta tímabil námskeiðahaldsins hafi vissulega verið verðugt verkefni, er hægt að vitna um að það bliknar fyrir mörgu í rúmlega 40 ára starfsemi tilraunastöðvarinnar, sem aftur vekur upp spurninguna um, hvort þessi upphafsstarfsemi á Klaustri eigi ekki annað og betra skilið en þögnina. Þótt sá er hér ritar hafi freistast til að nefna, bæði í upphafi greinarinnar og nú undir lokin, mjög svo van- metinn hlut tilraunatímabilsins á Klaustri, er vonast til að það kunni að hafa jákvæð áhrif til að hefja þann merka kafla í sögu staðarins á verðugri stall en hingað til. Þessu fylgir sem fyrr, sérstök hvatning til Gunnarsstofnunar. Að lokum vill undirritaður þakka öllum þeim, sem að námskeiðunum komu, bæði forystu og starfsfólki Búnaðarsambandsins og fleiri stofnana, sem að þessum málum komu, og ekki síður leiðbeinendum á námskeiðunum og öllum þeim fjölda bændafólks og annarra, sem sóttu námskeiðin og sumir oft. Legg ekki í að nefna einstök nöfn umfram þau, sem þegar eru fram komin. Ekki verður þó skilið við grein þessa án þess að tíunda hlut fjölskyldu höfundar í starfseminni á Skriðuklaustri yfirleitt og þá ekki síst nám- skeiðahaldinu, þar sem allir lögðust á eitt, undir styrkri leiðsögn húsmóðurinnar, Guð- borgar Jónsdóttur, um að viðurgjörningur við þátttakendur yrði sem bestur í hvívetna. Gilti þá einu, hvort í hlut átti hefðbundið viður- væri, eins og þjónusta, máltíðir og gisting, eða einhver viðbót, eins og t.d. í átt að áður- nefndri baðstofumenningu, þar sem stundum var boðið upp á tónlistaratriði barna okkar, þar sem söngur Margrétar Láru var gjarna í fyrirrúmi. ,,Hvað ungur nemur gamall temur“. Frændurnir Tómas Bragi Friðjónsson, Flúðum t.v. og Þórarinn M. Árnason, Straumi fylgjast með meistara sínum, Ólafi Eggertssyni á útskurðarnámskeiði í Tungubúð í mars 1997.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.