Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 94
93
Námskeiðahald á Skriðuklaustri og víðar á Austurlandi 1992–1997
áherslubendingar á kennsluefnið á glærunum,
var hann kominn með blöðrur og svöðusár í
lófann eftir skarpar brúnir listans. Sársaukinn,
sem áreiðanlega var verulegur, hafði samt
greinilega ekki náð að yfirgnæfa kappsemi
hans og brennandi áhuga á kennslunni meðan
á henni stóð.
Lokaorð
Fleiri sögur mætti vafalaust tína til af atvikum
er varða fjölbreytni námskeiða þessara, mann-
gerða og aðstæðna af ýmsu tagi, en það verður
að bíða betri tíma.
Eftir að hafist var handa við að rifja upp
tímabil námskeiðahaldsins, sem grein þessi
fjallar um, fór ekki hjá því að hugurinn reik-
aði víðar og takmarkaðist ekki endilega við
þetta tímabil, heldur dvölina á Skriðuklaustri
allt frá því að þáverandi tilraunastjóri, Jónas
Pétursson réð höfund greinarinnar, þá nýbak-
aðan búfræðing af mölinni, að Skriðuklaustri
haustið 1959. Þótt veran á Klaustri hafi verið
þessum pilti ansi kaflaskipt er óhætt að segja
að endurkomur þangað hafi ráðist af lítt skýr-
anlegu aðdráttarafli til staðarins sem enn er
til staðar, hartnær 60 árum síðar, þegar þetta
er ritað 2017, og varla von á að það eigi eftir
að breytast héðan af.
Þótt þetta tímabil námskeiðahaldsins hafi
vissulega verið verðugt verkefni, er hægt að
vitna um að það bliknar fyrir mörgu í rúmlega
40 ára starfsemi tilraunastöðvarinnar, sem
aftur vekur upp spurninguna um, hvort þessi
upphafsstarfsemi á Klaustri eigi ekki annað
og betra skilið en þögnina. Þótt sá er hér
ritar hafi freistast til að nefna, bæði í upphafi
greinarinnar og nú undir lokin, mjög svo van-
metinn hlut tilraunatímabilsins á Klaustri, er
vonast til að það kunni að hafa jákvæð áhrif
til að hefja þann merka kafla í sögu staðarins
á verðugri stall en hingað til. Þessu fylgir sem
fyrr, sérstök hvatning til Gunnarsstofnunar.
Að lokum vill undirritaður þakka öllum
þeim, sem að námskeiðunum komu, bæði
forystu og starfsfólki Búnaðarsambandsins og
fleiri stofnana, sem að þessum málum komu,
og ekki síður leiðbeinendum á námskeiðunum
og öllum þeim fjölda bændafólks og annarra,
sem sóttu námskeiðin og sumir oft.
Legg ekki í að nefna einstök nöfn umfram
þau, sem þegar eru fram komin. Ekki verður
þó skilið við grein þessa án þess að tíunda
hlut fjölskyldu höfundar í starfseminni á
Skriðuklaustri yfirleitt og þá ekki síst nám-
skeiðahaldinu, þar sem allir lögðust á eitt,
undir styrkri leiðsögn húsmóðurinnar, Guð-
borgar Jónsdóttur, um að viðurgjörningur við
þátttakendur yrði sem bestur í hvívetna. Gilti
þá einu, hvort í hlut átti hefðbundið viður-
væri, eins og þjónusta, máltíðir og gisting,
eða einhver viðbót, eins og t.d. í átt að áður-
nefndri baðstofumenningu, þar sem stundum
var boðið upp á tónlistaratriði barna okkar,
þar sem söngur Margrétar Láru var gjarna í
fyrirrúmi.
,,Hvað ungur nemur gamall temur“. Frændurnir Tómas
Bragi Friðjónsson, Flúðum t.v. og Þórarinn M. Árnason,
Straumi fylgjast með meistara sínum, Ólafi Eggertssyni
á útskurðarnámskeiði í Tungubúð í mars 1997.