Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 102

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 102
101 Um sannfræði Hrafnkelssögu Um það hefur verið deilt, hvort sagan eða Landnáma fari hér með réttara mál, þar sem ber á milli. Finnur Jónsson og Guðbrandur Vigfússon töldu báðir, að sagan hefði réttara fyrir sér. Aftur á móti telur Sigurður það ekki efamál, treysta eigi frekar frásögn Landnámu þar sem hún sé skrifuð hálfri annarri öld fyrr. Er því rétt að taka þetta til nánari skoðunar. Ef ég væri spurður að því hvor frásögnin mér þætti trúverðugri myndi ég hiklaust segja það vera Hrafnkelssögu og skal það nú rökstutt. Það verður að teljast mjög ósennilegt að Hrafnkell hafi sofnað í Skriðdal einmitt á þeirri stundu sem skriðan var að falla eins og Landnáma segir. Hún gefur heldur enga skýr- ingu á því á hvaða ferðlagi hann var. Máske hefur hann þá verið á leið til Hrafnkelsdals. Skýringu vantar á því, að göltur og griðungur í hans eigu urðu endilega undir skriðunni. Auðséð er að hér er um að ræða svo ónákvæma frásögn að nær óhugsandi er að hún fái staðizt, ekki sízt þegar völ er á annarri betri. Skýringin er að mínum dómi þessi. Hvað sem aldri elztu gerða Landnámabókar við- kemur er þó það eitt vízt, að hvorki elzta Landnáma eða afrit hennar hafa verið skrifuð á Austurlandi, enda bera aðrar frásagnir úr þeim fjórðungi því ótvírætt vitni. Sá sem skrifaði Landnámu eða kaflann um Hrafnkel hefur því að líkindum haft óljósar fregnir af þeim landnámsmanni, en heyrt að hann hefði numið Hrafnkelsdal. Af þeim sökum hefur hann sleppt öllum frásögnum af Hallfreði eða vitað að hann var ekki land- námsmaður í Tungu en slengir þeim saman í eitt og gerir úr landnámsmanninn Hrafn- kel Hrafnsson, eða með öðrum orðum, tveir ættliðir eru gerðir að einum. Óljósar fregnir hefur hann haft af skriðufallinu, enda þótt það komi málinu að öðru leyti ekki við nema hvað Hrafnkell hélt lífi. En þá er komið að bústað Hrafnkels í dalnum, sem Landnáma nefnir Steinröðarstaði en sagan Aðalból. Hér ber mikið á milli og telur Sigurður það mæla ótvírætt með Land- námu, að Brandkrossa þáttur hafi einnig þetta nafn. Það kann þó ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að þátturinn styðzt greinilega við Landnámu þarna. Nú er það vitað mál að nafnið Steinröðarstaðir hefur hvergi varðveizt, hvorki í Hrafnkelsdal né annarsstaðar. Enda þótt flest örnefni er varða Hrafnkelssögu séu annars kunn. Sannanlegt er að þetta nafn, sem bæjarheiti hefur aldrei verið til og felst það reyndar í nafninu sjálfu. Þetta virðist eiga að vera mannsnafn, Steinröður, sem Sigurður segir að vísu að sé óskiljanlegur tilbúningur. Hann fullyrðir að Hrafnkell Hrafnsson hafi búið á Steinröðarstöðum í Hrafnkelsdal. Fullvíst er að hvergi er getið um mann sem hét Steinröður, en skýringin er e.t.v. ekki svo langt undan. Höfundur Landnámu gat hafa haft óljósar fregnir af Hallfreði, enda þótt hann geti hans ekki, eða héldi að þar væri átt við Hrafnkel son hans og e.t.v. vitað um dvöl hans á Hallfreðarstöðum. Til að koma þessu heim og saman við einn mann flytur hann Hallfreðarstaði upp í Hrafnkelsdal og setur þar höfuðból Hrafn- kels, enda að líkingum verið ókunnugur þar. Hvort hann hefur breytt Hallfreðarstöðum í Steinröðarstaði skal ósagt látið en líklega er þar um að ræða mislestur eða misskilning einhvers skrásetjara. Nöfnin eru að ýmsu leyti lík: Hallfröður – Steinröður, seinni hlutinn er a.m.k. sá sami (sbr. Finnur Jónsson). Annað örnefni sem Sigurður telur vera uppspuna er Hallfreðargata sem að sjálfu leiðir sé fylgt texta Landnámu sem telur Hrafnkel Hrafnsson. Um þetta örnefni ritaði Sigurður Gunnars- son á Hallormsstað í Safn til sögu Íslands. Hann segir svo: ,,Það er enn í munnmælum að sá vegur hafi legið inn af bænum á Hall- freðarstöðum, upp dalverpi, sem er inn og upp af bænum í Lágheiði, síðan inn með öllum Miðheiðarhálsi á miðri Fljótsdalsheiði til Aðalbóls, enda er það þurr og góður vegur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.