Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 127
126
Múlaþing
umhverfisvísindadeild H.Í. og sem er einnig
sérfræðingur í skimrafeindasmásjármyndum
og Dr. Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í
fornleifafræði við H.Í.
Þegar hárið sem fannst í járngripnum
(mynd 15) var myndað með skimrafeinda-
smásjá (mynd 16a) sást að mynstrið á hárinu
var sambærilegt við hár af nútíma sauðkind.
Á myndunum hér til hægri má sjá A og B,
hár úr kvenkyns sauðkind (ær), C er hrútur, D
íslensk geit, E kú, F karlkyns svín, G, hestur,
H og I, heimskautarefur, J, húsköttur, K hrein-
dýr, L landselur (Þórhallsdóttir et al, 2019)
(mynd 16b).
Þríblaðanælan
Þríblaðanæla fjallkonunnar nr. 2004-53-3
(myndir 17 og 18) er lausafundur, líkt og
brjóstnæla 2004-53-1, en þó eru gripirnir tveir
með ólíka veðrun. Alls hafa tíu þríblaðanælur
fundist á Íslandi (Karlotta S. Ásgeirsdóttir,
2011, bls. 85). Þríblaðanæla fjallkonunnar
er steypt úr bronsi og er stærst og þyngst
allra þríblaðanæla (76 g) sem fundist hafa á
Íslandi (sarpur.is). Framhlið hennar er gyllt en
gyllingu vantar á hæstu fleti skreytiverksins,
annað hvort af því að hana vantaði í upp-
hafi eða hún hefur máðst af. Í miðju næl-
unnar er þríhyrndur flötur eða hnappur sem
markast af þremur dýrahausum (Borróstíll)
sem snúa trýni að kverkum milli arma næl-
unnar. Á örmum nælunnar er skreytistíll-
inn í Jalangursstíl. Þar er hægt að greina tvö
bandlaga dýr sem fléttast saman og mynda
samhverfa mynd og grípa griparmar dýranna
í kant næluarmanna. Karlotta S. Ásgeirsdóttir,
sem skrifaði meistararitgerð í fornleifafræði
um víkingaaldarnælur, telur að á blöðum
þríblaðanælu 2004-53-3 megi sjá myndir af
tveimur fuglum í Jalangursstíl með kringlótt
augu og opinn munn. Líkamar þeirra hlykkj-
ast um flöt nælunnar og útlimir grípa í neðri
kant og þríhyrninginn í miðjunni. Ysti kantur
nælunnar er tvöfaldur (Karlotta S. Ásgeirs-
dóttir, 2011, bls. 91-92). Telja má að greining
Karlottu sé rétt, því megineinkenni Jalangurs
stílsins eru löng, bandlaga dýr (S-laga því
horft er á þau út frá hlið). Hausar dýranna
hafa kringlótt augu, opna munna og á efri
vör er upprúllaður flipi (e. lip-lappet). Opnir
spírallar eru á liðamótum mjaðma og axla
(e. hook-like hip), sem auðveldar að finna
útlimi dýranna og stundum er fyllt upp í með
Mynd 16a. Mynd úr skimrafeindasmásjá af hári sem
fannst í grip Þjms.nr. 2004-53-9. Ljósm.: Kesara Anamt-
hawat Jónsson.
Mynd 16b. Myndir úr skimrafeindasmásjá af hárum níu
dýrategunda. Ljósm.: Kesara Anamthawat Jónsson.