Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 133
132
Múlaþing
tímabilum Íslandssögunnar (elstu perlurnar
kunni að vera erfðagripir sem gætu verið
eldri en landnám) og „íslenski“ perluhópurinn
einstaklega fjölbreytilegur að efni, gerð og
útliti. Perlur eru einn stærsti flokkur forngripa
á Íslandi ásamt leirkerum, nöglum og hnífum
og eru perlur úr gleri algengasta gerð perla
á Íslandi, þ.e. 88% (Elín Ósk Hreiðarsdóttir,
2005a, bls. 5-6).
Rafperlur, sem eru annar algengasti efnis-
flokkurinn, er innan við 5% af heildarfjölda
víkingaperla og aðrar perlur (um 5,5%) eru
flestar úr steintegundum; bergkristal, klébergi,
sandsteini, karneól/glerhalli og jaspis. Fund-
ist hafa einstaka perlur úr öðrum efnum s.s.
beini, tálgukoli, leir, blýi og alabastri. Það
eru engar vísbendingar um að glerperlur hafi
verið unnar hér á landi og því er ekki ástæða
til að ætla annað en að íslenskar víkingaaldar-
perlur úr gleri séu innfluttar, flestar frá eða
um norræna verslunar- og handverksstaði,
eða fluttar þangað um lengri veg (Elín Ósk
Hreiðarsdóttir, 2005a, bls. 53, 58, 72). Sýna
perlufundirnir á Íslandi viðskiptatengsl við
Heiðabæ, Kaupang, Birka og Jórvík. Líklegt
er að stór hluti íslenskra perla frá víkinga-
tímanum hafi verið fluttur í gegnum slíka
staði, þó að hluti af þeim hafi átt uppruna
sinn annars staðar í Evrópu eða Asíu (Elín
Ósk Hreiðarsdóttir, 2010, bls. 66). Líkindi
eru á að örfáar íslenskar víkingaaldarperlur
hafi verið búnar til á Íslandi, flestar úr hér-
lendum steintegundum og að jafnaði fremur
einkennasnauðar fyrir utan einfalt og stundum
klaufalegt handverk (Elín Ósk Hreiðarsdóttir,
2005a, bls. 69).
Ríflega 83% af perlum á Íslandi hafa
fundist í kumlum og var hlutfall glerperla í
kumlfundum 91,2%. Perlur koma fyrir bæði í
kven- og karlgröfum frá víkingaöld og þegar
talin eru þau kuml sem kyngreind hafa verið út
frá beinafræðilegum upplýsingum er hlutfall
kynja jafnt (Elín Ósk Hreiðarsdóttir, 2005a,
bls. 26-27).
Mynd 29. Perlur „fjallkonunnar“. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.