Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 27
26 Múlaþing draum sinn. Þótti henni hún vera stödd í baðstofunni á Eiríksstöðum og kom þar til hennar kona, sem hún þekti ekki. Þótti henni hún segja: „Far þú og seg þú Gunnlaugi, að hann skuli ekki fara einn að fé sínu á Hrafnkelsdal frá þessum tíma og til góuloka. Vilji hann ekki fara eftir þessu ráði mínu, og fari einn að fé sínu eftir sem áður, er honum bráður bani búinn. En eftir góulok er honum óhætt einum.“ Síðan þótti Solveigu konan hverfa og vaknaði hún um leið. Kvað Solveig sér hafa orðið hermt við drauminn og ráðið af, að finna hann þegar og segja honum hann, og nú vildi hún biðja hann, að fara eftir þessu ráði draumkonunnar, og þætti sér miklu skifta, að hann gerði það. Gunnlaugur mælti: „Ekki er annað líklegra, en draumurinn sé markleysa ein. En þó vil ég gera það fyrir orð þín, að hafa mann með mér á dalinn þennan tíma, sem til var tekinn. Hefir þú sýnt ást þína og umhyggju fyrir mér, með því að gera þér ómak hingað, til að segja mér draum þinn. Veldur þú nú engu, þó að ver fari, en þú vilt.“ Feldu þau síðan talið. Næstu 3 skifti, er Gunnlaugur fór til fjár síns í Hrafnkelsdal, hafði hann unglingsmann með sér, og varð einskis var, er honum þætti grunsamt. Hugði hann þarflaust að halda því áfram og fór einn í dalinn hið fjórða sinn. En það kvöld kom hann ekki heim. Leið svo nóttin og kom Gunnlaugur ekki. Þótti þá víst, að ekki væri alt eðlilegt um hann. Kom mönnum í hug draumur Solveigar, því að ekki var honum haldið leyndum, eftir að hún hafði sagt Gunnlaugi hann. Þótti líklegt, að hann mundi þvi miður ræst hafa. Var nú safnað mönnum til að leita Gunnlaugs og urðu þeir 8 saman, er leita fóru. Héldu þeir inn vestanverðan Hrafnkelsdal inn að örnefni því, er „Lundur“ heitir og þaðan inn að skógi þeim, er verður innarlega í dalnum, og urðu þeir einskis varir. Þá héldu þeir út dalinn austanverðan. Komu þeir þá bráðlega í för Gunnlaugs. Sáust þau vel, því að föl var á jörðu. Voru förin nokkuð uppi í hlíðinni og láu út eftir henni ofarlegar. Voru þau fyrst að sjá stígin með venjulegum gönguhraða. En alt í einu sást að Gunnlaugur hafði farið að hlaupa ákaflega. Sást þar frá önnur slóð niður við ána undarlega stórskorin og lá í sömu átt ofan dalinn. Héldu slóðirnar jafnhliða ofan dalinn, en neðri slóðin stefndi þó hærra og hærra, eins og sá, er hana fór, vildi komast í veg fyrir Gunnlaug. Láu slóðirnar þannig langan veg. Loks komu þær að breiðu jarðfalli. Þar stökk Gunnlaugur þegar yfir, en óvætturin, sem elti hann, leitaði ofan með jarðfallinu og fór yfir enda þess við ána. Dró þá nokkuð sundur með þeim Gunnlaugi um stund, en brátt dró þó saman aftur og loks náði óvætturin honum. Var þá ekki að sökum að spyrja. En enginn kann frá atgangi þeirra að segja. Það eitt sást, að þar hafði orðið hörð viðureign, því að þar var traðk mikið, og þar lá stafur Gunnlaugs margbrotinn; var það stór og sterkur broddstafur með beinhnúð rendum á efri enda. En ekki var Gunnlaugur þar; hafði hann sloppið frá óvættinni í það sinn. En brátt hafði hún þó náð honum aftur. Var þar enn traðk nokkurt, er fundum þeirra bar aftur saman. Og þar lá líkami Gunnlaugs andvana og illa til reika; var hann snúinn úr öllum liðamótum og allavega lemstraður. Leitarmenn skiftu nú liði. Fóru fjórir þeirra með lík Gunnlaugs heim að Brú, en hinir fjórir fóru að rekja spor óvættarinnar, ef þeir kynnu að verða einhvers vísari um hana. Sögðu þeir sporin verið hafa sem hlemmur í lögun, eða eins og maður hefði gegnið á þrúgum. Víða sáu þeir bæli í slóðinni, eins og óvætturin hefði verið að smáhvíla sig. Var blóð í bælunum, svart eins og tjara. Þá er þeir höfðu rakið slóðina all-lengi, sáu þeir, að hún mundi liggja inn til jökla. Snéru þeir þá heim á leið. Eigi varð vart við óvætt þá síðar. Gunnlaugur varð mjög harmdauði ástvinum sínum. En ekki virtist Þorkeli gamla á Eiríks- stöðum fallast mikið um fráfall hans, því að þegar hann heyrði um það, sagði hann: „Svona
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.