Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 42
41
Smalakofar á Upp-Héraði
þær hvorar til sinnar hliðar svo að kalla
fyrirhafnarlaust. Hjásetan var smölunum
hollt starf og þroskandi.“ (Ævislóð og
mannaminni, 1971, bls. 43).
Höfundi er ekki kunnugt hvar þessir kofar
hafa verið, enda er þeirra ekki getið í örnefna-
skrám.
Arnheiðarstaðir: Á Grásteinshlíð, um 400
m y.s., eru tvær vörður, með stuttu millibili,
og á milli þeirra eru leifar af smalakofa, allt er
það hlaðið úr hellugrjóti sem þarna er nærtækt.
Við vörðuna Samsteypu, sem er tvöföld eins
og nafnið segir, og stendur á grýttum fleti
neðan við Skjöldólfsstaðamýri, í um 500 m
hæð y.s., eru rústir af helluhlöðnu mannvirki,
smárétt eða kofa. Vel sést yfir mýrina þaðan,
en nafnið bendir til beitarítaks frá Skjöldólfs-
stöðum á Jökuldal.
Kofar í öðrum sveitum
Arnkelsgerði á Völlum: Í Sveitum og jörðum
í Múlaþingi II. bindi (bls. 163) er getið um
smalakofa í Arnkelsgerði á Austur-Völlum
á þessa leið: „Efst á svonefndum Þvermels-
hrygg stendur enn smalakofi snotur, hlaðinn
úr hellugrjóti af Nikulási Guðmundssyni um
eða upp úr 1870.“ Mynd fylgir af kofanum, sú
eina af því tagi í þessu safnriti, sem almennt
gengur undir nafninu „Búkolla“. Nikulás var
fæddur 1858, skráður bóndi í Arnkelsgerði
1884 til dauðadags 1927. Árið 1870 hefur
hann verið 12 ára, gat þá hafa verið smali og
hlaðið kofann. (Aðrar merkar fornmenjar í
Arnkelsgerði, er garður mikill sem liggur í
hlíðarrótum, frá Gilsá og út að Grjótá, um 3
km á lengd, og stendur víða enn með prýði,
talinn vera hlaðinn um miðja 19. öld).
Þann 12. ágúst 1992 gekk ég um fjallið
ofan við Arnkelsgerði. Þar eru miklir
framhlaupshólar, úr tveimur aðskildum
botnum, sem líklega kallast einu nafni
Grjótárbotnar, eftir Grjótá, sem fellur þvert
um botnana innst. Þessum framhlaupum
Séð ofan í kofann í Grjótárbotnum. Ljósmynd: Höfundur.