Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 15

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 15
14 Múlaþing umdæmið óvenju víðáttumikið og oft langar vegalengdir að fara ef kalla þurfti fólk í síma eða koma skeytum á áfangastað. Svokölluð eftirlitsstöð, var sett upp á Ketilsstöðum í Jök- ulsárhlíð þegar línan var færð af Smjörvatns- heiði og lögð yfir Hellisheiði um 1914. Var hún aflögð þegar sími var kominn á alla bæi í Jökulsárhlíð um 1950. Á Jökuldal var lagður sími á bæina Hvanná, Hnefilsdal og Skjöldólfsstaði 1934 og áfram í Grímsstaði um Möðrudal og Víði- dal 1945. Áratug síðar 1955 höfðu allir bæir sveitarinnar fengið síma. Ég hafði grun um að þriðja flokks símstöð hafi verið sett upp á Hvanná en fann ekki staf um að svo hefði verið. Í símtali sem ég átti við Gunnþórunni Hvönn frá Hvanná kom fram, að það myndi hún ekki til enda þá barn að aldri. Aftur á móti minntist hún þess að Jón afi hennar hafi stundum verið að snúast í símaherberginu og fyrir kom að þau systkinin væru send með skilaboð í Skeggjastaði. Fóru þau þá á árbakk- ann gegnt bænum og kölluðu skilaboðin yfir Jöklu og bjuggu þau til lúður úr blaðapappír til þess að þau bærust betur. Símstöðin á Fossvöllum var aflögð 1983 og hafði þá verið starfrækt í 77 ár. Þar af 65 ár í umsjá sömu fjölskyldu. Þar komu við sögu þrír ættliðir og var símstöðvarstjóri síðustu árin Ragnheiður Ragnarsdóttir sem minnist þess að hafa verið svo ung að árum þegar hún byrjaði að gæta símans að setja varð púða í stólinn svo hún næði upp á símaborðið. Í Hróarstungu var sími lagður að prest- setrinu Kirkjubæ 1930 og að Bót 1934 og var þriðja flokks stöð á báðum bæjunum. Upp úr 1950 var síminn síðan lagður um alla sveit og var símstöð áfram í Bót fram til 1960 að hún var flutt að Litla-Bakka og var þar til ársins 1974 að hún var aflögð. Efalaust hafa margir komið að símaafgreiðslu á þessum bæjum, en í Bót mun húsfreyjan Aðalbjörg Pétursdóttir oftast hafa setið við símann. Eftir að stöðin var flutt að Litla-Bakka var Svandís Skúladóttir símstöðvarstjóri. Í Fellahreppi var opnuð símstöð að Ekkju- felli 1934 og að Setbergi 1938. Sími var lagður á alla bæi á árunum 1947–50. Var þá stöðin á Setbergi lögð niður en símstöð var á Ekkjufelli til ársins 1964 en þá tengdust bæir í Fellum símstöðinni á Egilsstöðum. Á Ekkjufelli mun húsfreyjan Sólveig Jónsdóttir oftast hafa annast símann en hún hafði á árunum 1926 –1927 unnið sem talsímakona á símstöðinni á Seyðisfirði. Heimilissími verður sjálfsagður lúxus Á Egilsstöðum hafði verið starfrækt pósthús frá árinu 1889 og árið 1906 bættist síminn við. Í kringum báðar þessar stofnanir var töluverður erill sem jókst að umfangi eftir því sem árin liðu. Fram til ársins 1953 voru bæði símstöðin og pósthúsið til húsa á Egilsstöðum en það ár flutti starfsemin í nýja glæsilega Skrá yfir hringingar á símstöðinni á Eyrarlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.