Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 136
135
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
árið 2006 rannsóknir á strontíum-samsætum
(e. strontium isotopes) í tannglerungi land-
námsmanna á Íslandi. Forsenda aðferðarinnar
er að það er hægt að aðgreina landfræðilega
strontíum-samsætur á tilteknum svæðum. Þær
berast í gegnum jarðveg, inn í fæðukeðjuna og
þaðan í líkama manna og koma þar í stað kalks
í beinagrindum og tönnum. Um sex ára aldur
er glerungur manna að fullu mótaður (nema á
þriðja jaxli). Strontíum-samsæturnar brotna
ekki niður í líffræðilegu ferli né endurnýja
sig (e. regenerate) í tönnum, því endurspeglar
greining á strontíum samsætum jarðfræði þess
umhverfis sem einstaklingurinn ólst upp við
fyrstu sex ár ævinnar. Hildur Gestsdóttir og
T. Douglas Price tóku sýni úr tannglerungi
„fjallkonunnar“ og gerðu strontíum-samsæta
greining á honum. Niðurstöður rannsóknanna
sýndu ótvírætt að „fjallkonan“ var ekki fædd
á Íslandi heldur hefur flutt hingað einhvern
tíma eftir sex ára aldur. Niðurstöður rannsókn-
anna sýna þó ekki hvaðan hún kom, en það
var ljóst að hún var landnámsmaður. Hildur
Gestsdóttir, T. Douglas Price, 2006b, bls.
5-6, 19; Hildur Gestsdóttir, 2013, Ljósop, T.
Douglas Price og Hildur Gestdóttir 2006a,
bls. 131-142).
Guðný Zoëga fornleifa- og mannabeina-
fræðingur greindi mannabein „fjallkonunnar“,
en út frá beinum er meðal annars oft hægt að
greina lífaldur, kyn, líkamshæð og kynþátt –
einnig getur útlit beina gefið vísbendingar
um sjúkdóma og áverka. Þau bein sem voru
greind voru tengt Þjms. nr. 2004-53 voru: 1)
miðhlutar úr hægra og vinstra upphandleggs-
beini (humerus), 2) brot af hægra og vinstra
sveifarbeini (radius), 3) brot af hægri öln
(ulna), 4) nokkur brot af höfuðbeinum; brot
af hnakkabeini (os occipitale), hluti vinstra
gagnaugabeins (temporal), 4 brot af fleygbeini
(os sphenoidale), 3 brot af hvirfilbeinum (os
paritale) auk 3 ógreinilegra höfuðkúpubrota,
5) brot af hægri axlarhyrnu (acromion), 6) tvö
rifbein vinstri hliðar (hlutar) 10 rifbeinsbrot
Mynd 31. Tennur „fjallkonunnar“. Ljósmynd úr skýrslu Guðnýjar Zoëga um bein „fjallkonunnar“, bls. 4.