Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 136

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 136
135 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. árið 2006 rannsóknir á strontíum-samsætum (e. strontium isotopes) í tannglerungi land- námsmanna á Íslandi. Forsenda aðferðarinnar er að það er hægt að aðgreina landfræðilega strontíum-samsætur á tilteknum svæðum. Þær berast í gegnum jarðveg, inn í fæðukeðjuna og þaðan í líkama manna og koma þar í stað kalks í beinagrindum og tönnum. Um sex ára aldur er glerungur manna að fullu mótaður (nema á þriðja jaxli). Strontíum-samsæturnar brotna ekki niður í líffræðilegu ferli né endurnýja sig (e. regenerate) í tönnum, því endurspeglar greining á strontíum samsætum jarðfræði þess umhverfis sem einstaklingurinn ólst upp við fyrstu sex ár ævinnar. Hildur Gestsdóttir og T. Douglas Price tóku sýni úr tannglerungi „fjallkonunnar“ og gerðu strontíum-samsæta greining á honum. Niðurstöður rannsóknanna sýndu ótvírætt að „fjallkonan“ var ekki fædd á Íslandi heldur hefur flutt hingað einhvern tíma eftir sex ára aldur. Niðurstöður rannsókn- anna sýna þó ekki hvaðan hún kom, en það var ljóst að hún var landnámsmaður. Hildur Gestsdóttir, T. Douglas Price, 2006b, bls. 5-6, 19; Hildur Gestsdóttir, 2013, Ljósop, T. Douglas Price og Hildur Gestdóttir 2006a, bls. 131-142). Guðný Zoëga fornleifa- og mannabeina- fræðingur greindi mannabein „fjallkonunnar“, en út frá beinum er meðal annars oft hægt að greina lífaldur, kyn, líkamshæð og kynþátt – einnig getur útlit beina gefið vísbendingar um sjúkdóma og áverka. Þau bein sem voru greind voru tengt Þjms. nr. 2004-53 voru: 1) miðhlutar úr hægra og vinstra upphandleggs- beini (humerus), 2) brot af hægra og vinstra sveifarbeini (radius), 3) brot af hægri öln (ulna), 4) nokkur brot af höfuðbeinum; brot af hnakkabeini (os occipitale), hluti vinstra gagnaugabeins (temporal), 4 brot af fleygbeini (os sphenoidale), 3 brot af hvirfilbeinum (os paritale) auk 3 ógreinilegra höfuðkúpubrota, 5) brot af hægri axlarhyrnu (acromion), 6) tvö rifbein vinstri hliðar (hlutar) 10 rifbeinsbrot Mynd 31. Tennur „fjallkonunnar“. Ljósmynd úr skýrslu Guðnýjar Zoëga um bein „fjallkonunnar“, bls. 4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.