Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 148

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 148
147 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. snerpa.is). Getur verið að mikið magn perla geti eitt og sér verið vísbending um seið eða völvur? Í Eiríks sögu rauða er Þorbjörgu lítil- völvu (eða spákonu) lýst sem klæddri í bláan möttul sem var skreyttur með steinum allt í skaut ofan, sem og: „Hún hafði á hálsi sér glertölur. Hún hafði á höfði lambskinnskofra svartan og við innan kattarskinn hvítt. Staf hafði hún í hendi og var á hnappur. Hann var búinn messingu og settur steinum ofan um hnappinn. Hún hafði um sig hnjóskulinda og var þar á skjóðupungur mikill. Varðveitti hún þar í töfur þau er hún þurfti til fróðleiks að hafa. Hún hafði kálfskinnskó loðna á fótum og í þvengi langa og sterklega, látúnshnappar miklir á endunum. Hún hafði á höndum sér kattskinnsglófa og voru hvítir innan og loðnir“ (Eiríks saga, 4. kafli). Perlufjöldi „fjallkonunnar“ er vissulega mikill – hún hafði á hálsi sér glertölur. En annað í lýsingunni á ekki við búnað „fjallkonunnar“. Það er einnig fleiri rök sem mæla á móti því að „fjallkonan“ hafi verið völva. Fyrstu rökin eru ungur aldur hennar – miðað við það að Þorbjörgu lítilvölvu í Eiríks sögu er lýst sem gamalli konu: „Hon hafði átt sér níu systr, ok váru allar spákonur, en hon var ein þá á lífi“ (Ólöf Bjarnadóttir, 2017, bls. 200). Einnig má telja ólíklegt, miðað við þá nokkru fornleifafundi með yfir 300 perlum sem lýst var í kaflanum að mikill fjöldi perla einn og sér sé sammerktur völvum. Þeir gripir sem hafa verið tengdir seiðmennsku í fornleifa- fræðilegu samhengi á víkingaöld eru helst seiðstafir og „oriental“ belti (Price, 2002, bls. 128-161; Zachrison, 2012, bls. 36). Hvorki fannst seiðstafur né belti hjá „fjallkonunni“ og því ólíklegt að „fjallkonan“ hafi verið annað hvort seiðmaður eða völva. Kuml eða skjól í skúta? Þegar ljósmyndir af uppgraftarstað „fjall- konunnar“ eru skoðaðar vakna spurningar um það hvort sá einstaklingur sem fannst í björgunaruppgreftinum við Afréttarskarð hafi verið lagður til í gröfina. Er hægt að sjá ein- hver ummerki um að hellur hafi verið lagðar til yfir „fjallkonuna“ eða að umbúnaður graf- arinnar hafi verið manngerður? Hellurnar líta út fyrir að vera náttúrulegar, þ.e. ekki lagðar til. Einnig lágu samskonar helluflísar ofan á hverri annarri víðar í klettaurðinni og líklegt er að frostsprengingar, sem klufu klöppina í flísar, sé um að ræða. Því væri hægt að full- yrða að engin ummerki væru á uppgraftarstað um að „fjallkonan“ hefði verið lögð til. Varð „fjallkonan“ úti við Afréttarskarð? Féll yfir hana skriða? Leitað var til Ármanns Hösk- uldssonar eldfjallafræðings, til að fá álit hans á því hvort um væri að ræða manngerða gröf. Eftir að hafa skoðað ljósmyndirnar í viðauka b) við ritgerðina taldi Ármann liggja ljóst fyrir að þær hellur sem sjá má á myndunum í skúta „fjallkonunnar“ (mynd 43) væru frostsprungið grjót sem hefur fallið yfir hinn látna eftir and- látið. Ármann taldi sig geta greint gjóskulag úr Öskju frá árinu 1875 yfir gripum af vettvangi, sjá mynd 6. Að öllum líkindum hefur einnig verið íshella yfir gripunum og gjóskulag úr Öskju 1875 hefur lagst yfir íshelluna, sem bráðnaði síðan. Þar sem gripir benda til aldurs 950 e. Kr. er einnig hægt að draga þá ályktun af þeim jarðlögum sem sjá má að fallið hafa yfir gripina að mikil hreyfing hafi verið á grjótinu í urðinni þar sem „fjallkonan“ fannst (Ármann Höskuldsson, 2018). Þó vaknar sú spurning hvort það séu til dæmi þess að manngerður grafarumbúnaður sjáist ekki. Gæti verið, að þrátt fyrir að á uppgraftarstað hafi ekki fundist ummerki um manngerða gröf, að „fjallkonan“ sé grafin í skriðugröf að hætti Sama? Asgeir Svestad hefur skilgreint „urgraver“, sem gætu kallast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.