Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 119
118
Múlaþing
gripirnir höfðu fundist. Hópurinn leitaði í
urðinni og þegar Bjarki Borgþórsson fann
litla, græna glerperlu undir steini (um 2 mm
í þvermál) þótti líklegt að meira væri þar
að finna. Fundur glerperlunnar vakti athygli
hópsins á litlum skúta, að mestu földum í
skriðu, rétt fyrir ofan staðinn þar sem perlan
fannst. Þennan dag og þann næsta fundust
brjóstnæla, kringlótt næla, járnhnífur, það
sem talið var fiskbein, líkamsleifar og fjöldi
perla. Aftur var haldið til rannsókna 4. ágúst
sama ár og fundust þá fleiri perlur. (Bjarki
Borgþórsson, 2007; Guðbergur Davíðsson
o.fl., 2013; Sigurður Bergsteinsson, 2005,
2006). Perlurnar urðu 526 talsins í heildina
(Elín Ósk Hreiðarsdóttir, 2017).
Í skútanum virtist kona hafa borið beinin.
Það var ekkert að sjá á fundarstað sem benti
til þess að um kuml eða greftrunarstað væri
að ræða. Hann var í brattri urð þar sem erfitt
var að fóta sig og ekki var að sjá að grjóti
hefði verið hlaðið upp að konunni. Í íslenskum
þjóðsögum og miðaldarhandritum má finna
frásagnir af fornmönnum sem sagðir voru
grafnir á fjöllum. Þó hefur ekkert slíkt kuml
fundist á Íslandi. Algengasti fundarstaður
Mynd 2. Seyðisfjörður og staðsetning fornleifafundarins sýnd með rauðum punkti. Kortasafn LMÍ. Austurland, 2000-
125.
Mynd 3. Loftmynd svæðinu af map.is. Fundarstaðurinn
er merktur inn með rauðum punkti.