Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 149

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 149
148 Múlaþing skriðugrafir á íslensku (út frá heitinu „talus“ eða „scree“) á eftirfarandi hátt: „As indicated by their name, they appear in talus or scree deposits as constructed cham- bers covered with stone slabs, but also as stone piles or cairns, or in cavities and und- erneath boulders without any constructed grave.“ (Svestad, 2011, bls. 43). Grafir sem þessar hafa fundist m.a. í Varangri, Finnmörku í norður Noregi og hafa verið tímasettar frá 900 f. Kr. til 1700/1800 e. Kr. Skriðugrafir sama voru talin bundnar við ákveðin svæði, en þær hafa verið að finnast víðar um víkingaheiminn (Svestad, 2018, bls. 17). Skriðugrafirnar eru oft tiltölulega grunnar (um 1 m) sem var hægt að tengja við þá hug- myndafræði Sama að sálin ætti að vera frjáls, svo hún gæti flakkað á milli heima og í stein- gröfunum voru op til að hún kæmist í burtu (Svestad, 2011, 43-46). Trúarheimur Sama var þrískiptur: efst var heimur hins heilaga, í miðjunni var heimur hinna jarðnesku og neðst var heimur hinna dauðu. Heilagir staðir sama voru kallaðir sieidi og gátu verið í formi stöðuvatns, fjalls, steina, trjáa, eða líkneskja úr viði (Svestad, 2011, bls. 42, Price, 2002 bls. 243-244, 260-263) og heimur hina dauðu var 180 gráður niður á við, eins og spegill við heim hinna lifandi og fótspor hinna lifandi og dauðu mættust í miðjunni (Price, 2002, bls. 248). Samkvæmt Svestad var mikilvægt að staðsetja samagrafir við vatn, þar sem vatn gegndi hlutverki landamæranna á milli hinna lifandi og dauðu (Svestad, 2011, bls. 44). Fjallkonan fannst einmitt nærri vatni. Hringprjónn „fjallkonunnar“ bendir til tengsla (a.m.k. viðskiptatengsla) við Vestfolden í Noregi. Það er hugsanlegt að „fjallkonan“ hafi verið af samískum uppruna þó að enginn gripanna sýni bein tengsl við heim sama. Ekki er heldur að sjá að birkibörkur hafi fundist á fundarstað, né fórn „sieidi“. Ritaðar heimildir gefa til kynna að konur af samískum uppruna hafi gifst háttsettum mönnum í Noregi, eins og skráð er í 26. kafla sögu Haralds hárfagra í Heimkringlu þegar sagt er frá giftingu Haralds hárfagra og Snæfríðar, samískrar seiðkonu, dóttur Svása jötuns. „Skóflulaga“ tennurnar gætu einnig verið vísbending um að „fjall- konan“ hafi verið að öðrum uppruna en hefð- bundnum Skandinavískum ættum. Er gröf „fjallkonunnar“ einskonar „hybrid“ útgáfa grafar og vísbending um blöndun ætta Sama og „hefðbundinna“ Norðmanna? Fleiri möguleikar koma til greina um upp- runa „fjallkonunnar“. Ef horft er til þess sem kom fram á bls. 35 um munnmæli sem voru á þá leið að haugur Bjólfs landnámsmanns væri á hnjúki utan við Haugsmýrar á Vestdalsheiði, í jafnmikilli lofthæð og „fjallkonan“ fannst, kvikna spurningar um hvort þarna séu hugsan- lega vísbendingar um fleiri grafir í fjöllunum. Í Landnámu segir að Bjólfur, fóstbróðir Loð- Mynd 43. Skúti fjallkonunnar. Ljósmynd: Sigurður Berg- steinsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.