Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 149
148
Múlaþing
skriðugrafir á íslensku (út frá heitinu „talus“
eða „scree“) á eftirfarandi hátt:
„As indicated by their name, they appear in
talus or scree deposits as constructed cham-
bers covered with stone slabs, but also as
stone piles or cairns, or in cavities and und-
erneath boulders without any constructed
grave.“ (Svestad, 2011, bls. 43).
Grafir sem þessar hafa fundist m.a. í Varangri,
Finnmörku í norður Noregi og hafa verið
tímasettar frá 900 f. Kr. til 1700/1800 e. Kr.
Skriðugrafir sama voru talin bundnar við
ákveðin svæði, en þær hafa verið að finnast
víðar um víkingaheiminn (Svestad, 2018, bls.
17). Skriðugrafirnar eru oft tiltölulega grunnar
(um 1 m) sem var hægt að tengja við þá hug-
myndafræði Sama að sálin ætti að vera frjáls,
svo hún gæti flakkað á milli heima og í stein-
gröfunum voru op til að hún kæmist í burtu
(Svestad, 2011, 43-46). Trúarheimur Sama
var þrískiptur: efst var heimur hins heilaga,
í miðjunni var heimur hinna jarðnesku og
neðst var heimur hinna dauðu. Heilagir staðir
sama voru kallaðir sieidi og gátu verið í formi
stöðuvatns, fjalls, steina, trjáa, eða líkneskja
úr viði (Svestad, 2011, bls. 42, Price, 2002
bls. 243-244, 260-263) og heimur hina dauðu
var 180 gráður niður á við, eins og spegill við
heim hinna lifandi og fótspor hinna lifandi
og dauðu mættust í miðjunni (Price, 2002,
bls. 248). Samkvæmt Svestad var mikilvægt
að staðsetja samagrafir við vatn, þar sem
vatn gegndi hlutverki landamæranna á milli
hinna lifandi og dauðu (Svestad, 2011, bls.
44). Fjallkonan fannst einmitt nærri vatni.
Hringprjónn „fjallkonunnar“ bendir til tengsla
(a.m.k. viðskiptatengsla) við Vestfolden í
Noregi. Það er hugsanlegt að „fjallkonan“
hafi verið af samískum uppruna þó að enginn
gripanna sýni bein tengsl við heim sama. Ekki
er heldur að sjá að birkibörkur hafi fundist á
fundarstað, né fórn „sieidi“. Ritaðar heimildir
gefa til kynna að konur af samískum uppruna
hafi gifst háttsettum mönnum í Noregi, eins
og skráð er í 26. kafla sögu Haralds hárfagra í
Heimkringlu þegar sagt er frá giftingu Haralds
hárfagra og Snæfríðar, samískrar seiðkonu,
dóttur Svása jötuns. „Skóflulaga“ tennurnar
gætu einnig verið vísbending um að „fjall-
konan“ hafi verið að öðrum uppruna en hefð-
bundnum Skandinavískum ættum. Er gröf
„fjallkonunnar“ einskonar „hybrid“ útgáfa
grafar og vísbending um blöndun ætta Sama
og „hefðbundinna“ Norðmanna?
Fleiri möguleikar koma til greina um upp-
runa „fjallkonunnar“. Ef horft er til þess sem
kom fram á bls. 35 um munnmæli sem voru á
þá leið að haugur Bjólfs landnámsmanns væri
á hnjúki utan við Haugsmýrar á Vestdalsheiði,
í jafnmikilli lofthæð og „fjallkonan“ fannst,
kvikna spurningar um hvort þarna séu hugsan-
lega vísbendingar um fleiri grafir í fjöllunum.
Í Landnámu segir að Bjólfur, fóstbróðir Loð-
Mynd 43. Skúti fjallkonunnar. Ljósmynd: Sigurður Berg-
steinsson.