Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 130
129
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
Kringlóttar nælur af þessari gerð hafa
fundist bæði í Noregi og Svíþjóð en virðast
vera mun algengari í Svíþjóð. Tvær aðrar
kringlóttar nælur af þessari gerð hafa fund-
ist á Íslandi, önnur að Kálfborgará í Bárð-
dælahreppi (Þjms. nr. 740/1869-64) og hin á
Þorljótsstöðum í Lýtingsstaðahreppi (Þjms.
nr. 14034/1948-94). Þær eru „báðar fremur
stirðlega gerðar“ að mati Kristjáns Eldjárns
(Kristján Eldjárn, 2016, bls. 136, 196, 368-
370). Sigurður taldi handverk nælu „fjallkon-
unnar“ vera mun vandaðra en á fyrrnefndu
nælunum (Sigurður Bergsteinsson, 2005, bls.
34-35, 2006, bls. 9; sarpur.is).
Ómerktur gripur
Eins og kom fram í upphafi greinarinnar var
talið að fiskbein hefði fundist í uppgreftinum
á Vestdalsheiði. Sagt var að það hefði legið
undir einni nælunni og perlunni í skútanum
þar sem „fjallkonan“ fannst. Nokkur leit var
gerð að fiskbeininu. Meðal gripa úr upp-
greftinum fannst ómerkt plastbox (mynd 22)
og í því gripur sem gat verið fiskbeinið (mynd
21). Við fyrstu sýn virtist sem um hryggjarlið
væri að ræða en við nánari athugun og skoðun
sást að um ryðbólu eða járnútfellingu var að
ræða (Albína Hulda Pálsdóttir, 2017). Gripur-
inn var röntgenmyndaður og líkist formið
sem sést á röntgenmyndinni (mynd 23) helst
spennu eða festingu. Ekki er ljóst hvaða grip
festingin tilheyrir eða hvort um slíkan grip er
að ræða, en það kemur til greina að festingin
hafi verið aftan á þríblaðanælunni eða jafnvel
kringlóttu nælunni.
Hringprjónninn
Hringprjónn „fjallkonunnar“ (Þjms.nr. 2004-
53-5) (myndir 24 og 25) er steyptur úr bronsi.
Hann er sívalur í þversnið og mjókkar í odd á
öðrum endanum. Á hinum endanum er haus-
inn, skreyttur með einföldum köntum sem eru
ferhyrndir í þversnið, tveir hvorum megin við
lítinn ferning sem á eru sexhyrndir fletir með
punkti í miðju. Fyrir ofan skrautið er hausinn
Mynd 21. Ómerktur gripur tengdur 2004-53. Ljósm.:
Rannveig Þórhallsdóttir.
Mynd 22. Merking gripar 2004-53. Ljósm.: Rannveig
Þórhallsdóttir.
Mynd 23. Röntgenmynd af ómerkta gripnum. Ljósm.:
Sandra Sif Einarsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands.