Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 67
66
Múlaþing
Árið 1896 heimsótti Gísli Reykjavík og
var síður en svo hrifinn. Þannig að sá staður
varð ekki fyrir valinu sem framtíðardvalar-
staður. Gísli lýsir Reykjavík á eftirfarandi
hátt í greininni „Fokdreifar“ úr Íslandsferð
sumarið 1952 (Haugaeldar):
„Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur vorið
1896, íshrakinn og sjórekinn á dönsku
skipi, voru þar 5000 manns. Helst man
ég eftir Dómkirkjunni og Alþingishúsinu
sem bæði eru enn með sömu ummerkjum
og sýndust þá stórbyggingar… Helsta
strætið sem ég man eftir var Austurstræti,
Bankastræti og Laugarvegur sem mér þótti
kynlegt að bæru þrjú nöfn þar sem þau
eru eitt áframhaldandi stræti. Þar var opið
ræsi, fram með húsunum, full af skólpi
og ýmsu rusli… En eftir það, sem hvorki
ég sem aðrir minntust á er undrið mikla
kraftaverkið, að á síðustu 50 árum reis
Reykjavík, úr rústum lítils vanrækts sjávar-
þorps upp í þrifalegan nýtískubæ, með hol-
ræsi, vatnsleiðslu, rafmagni, hitun húsa frá
kyngimögnuðum undirheimum og höfn .“
Óviðráðanleg atvik ollu því að Gísli settist
að á Akureyri og gerðist þar prentari á nýári
1898. Hann hélt því starfi fram í júní 1903
þegar hann flutti til Winnipeg. Auk prent-
verksins á Akureyri lagði Gísli stund á orgel-
spil og var tenór í söngfélögum og tók þátt í
leiklist. Gísli bjó hjá Birni Jónssyni eiganda
tímaritsins Stefnis. Björn þessi var giftur
Guðrúnu Helgu Helgadóttur sem var dóttir
Margrétar á Geirólfsstöðum og þá jafnframt
systir Bergþóru (Stefán Einarsson, 1962).
Haustið 1900 sendi Bergþóra Guðrúnu
dóttur sína norður til systur sinnar til að láta
hana ganga í Kvennaskólann á Akureyri
(Stefán Einarsson, 1962). Þar kynntust þau
Gísli og Guðrún en þau gengu í hjónaband
tveimur árum eftir að Guðrún kom til Akur-
eyrar, þann 8. nóvember árið 1902 (Stefán
Einarsson, 1950)
Það leið ekki langur tími frá brúðkaupinu
þangað til stórar ákvarðanir um framtíðina
voru teknar. Á Akureyri sá Gísli einn um
að prenta Stefni og einnig að sjá um efni í
blaðið að auki. Gísla leyst ekki vel á fram-
tíðarhorfurnar í prentiðnaðinum á Íslandi og
kaus að freista gæfunnar vestanhafs.
Hann fór einn vestur vorið 1903 en skildi
eiginkonu sína og nýfæddan son eftir á Geir-
ólfsstöðum. Helgi var á Geirólfsstöðum til átta
ára aldurs. Guðrún fór vestur um haf að vitja
eiginmanns síns sumarið eftir (árið 1904) og
sá hvorugt þeirra Ísland aftur fyrr en þau fóru
í ferðalag til Íslands á giftingarafmæli sínu
árið 1927 (Stefán Einarsson, 1962).
Systkinin á Háreksstöðum: Efst f v. Benjamín, Jón, Ísak,
miðja f. v. Gunnar, Þórarinn, Gísli, neðst f.v. Einar Páll,
Sigurjón, Anna María. Myndin er fengin úr bókinni
Haugaeldar.