Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 142
141
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
Scandinavia ca. 800–1000 A.D. Hafa verður
í huga að rannsóknin er komin nokkuð til
ára sinna en engu að síður er hún mikilvægt
innlegg inn í rannsóknir á víkingaaldarperlu-
fundum í Skandinavíu (og Schleswig-Holstein
í Þýskalandi). Kemur ýmislegt áhugavert í ljós
þegar fundur „fjallkonunnar“ er borinn saman
við þá fornleifafundi þar sem fundist höfðu
yfir 300 perlur í einni gröf. Vandasamt er að
átta sig fyllilega á fundarsamhengi þessa forn-
leifafunda í riti Callmer, til að mynda hvert sé
kyn hinna heygðu eða hver tegundargreining
gripa sé í samhengi við tegundagripagrein-
ingar Rygh (Rygh 1885) og Petersen (1928,
1955). Callmer lýsir fimm fornleifafundum
þar sem fjöldi perla fer yfir 300 (Callmer,
1977, bls. 17-28):
1) Steigen, Engeløya á eyjunni Hagbardhol-
men í Noregi (1.216 perlur),
2) Fjörtoft, Möre and Romsdal í Noregi (365
perlur),
3) Kvillinge, Brådstorp, Östergötland í Sví-
þjóð (401 perla),
4) Valbo, Järvsta í Svíþjóð (603 perlur),
5) Birka, gröf nr. 508, í Svíþjóð (304 perlur).
Í Steigen, Engeløya, Hagbartholmen í Noregi
(I/1954, nr. 7944) fannst gröf í útjaðri graf-
reitar. Einstaklingurinn sem þar var grafinn
var hlekkjaður niður og reyndist við greiningu
karl en ekki kona). Þar fannst einnig óvenju-
lega mikill fjöldi perla í einni gröf. Samkvæmt
Callmer fundust þar 1.216 perlur (hálsmen).
Það voru perlur af gerð A, B, E, F og S.
Sjá má hluta perlanna á mynd 35. Einnig
fundust tvær brjóstnælur úr bronsi (R. 655),
hringprjónn úr bronsi af baltneskri gerð og
óvenjuleg kringlótt næla úr bronsi (með gleri).
Teikningu af afstöðu gripa í gröf I/1954 á
Hagbardholmen má sjá á mynd 36. Áttalag
grafarinnar var SV–NA. Gröfin var á um hálfs
metra dýpi, hún var 2,10 m löng og 1,60 m
breið. Í gröfinni fundust leifar af viðarkistu. Í
gröfinni lá, a.m.k. það sem talin var þá kona,
á vinstri hlið, með bognar fætur og höfuðið
í SV. Við höfuð einstaklingsins var ílát úr
sápusteini og við vinstri hlið heklunál (norsk:
linhekle), tveir snældusnúðar, vefskeið úr
hvalbeini og skífubrýni.
Við vinstri hlið einstaklingsins var einnig
lítil járnbjalla. Á brjóstinu voru tvær brjóst-
nælur, hringprjónn, hringnæla og yfir 1.200
perlur, sem voru að öllum líkindum úr háls-
festi, og lágu nálægt hálsinum. Við höfuð-
kúpuna var kambur úr beini. Við hægri hlið
einstaklingisins voru tinnusteinar og járnbrot,
sigð og tveir hnífar og við miðju hans voru
tvær vogarskálar úr bronsi. Nálægt hnjánum
lá járnkeðja og ofarlega í vinstra kanti grafar-
Mynd 35. Hluti af perlununum úr gröf I/1954. Ljósm.:
Sidsel Bakke, 2012, bls. 59 Tromsø Museum.
Mynd 36. Gröf I/1954, Hagbardholmen. Teikning H.E.
Lund. Tromsø Museum.