Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 125
124
Múlaþing
járnþorn að innan og við þorninn hafði varð-
veist klæðisbútur úr ull. Þar sem spanskgræna
af nælunni smitaði bein konunnar (neðri
kjálka, herðablaðsbrot og viðbein) er talið að
nælan hafi verið borin ein, efst á brjóstkassa.
Þó að skrautverkið á brjóstnælum „fjallkon-
unnar“ og á Hrísum virðist eins við fyrstu sýn
þá eru þær frábrugðnar að því leyti að nælan
frá Hrísum er ekki skreytt með silfurþráðum,
heldur með upphleyptu mynstri (Sigurður
Bergsteinsson, 2005, bls. 34; 2006, bls. 9,
Karlotta S. Ásgeirsdóttir, 2011, bls. 70-71;
Kristján Eldjárn, 2016, bls. 148, 358; Kristín
Huld Sigurðardóttir, 2004, bls. 64-75, 68-69;
Sarpur, menningarsögulegt gagnasafn: http://
sarpur.is, Þjms.nr. 7346/1916-329).
Nælur af gerð R. 652/654, 51C hafa fundist
á nokkrum stöðum á Íslandi, til að mynda að
Gamla-Berjanesi, V-Landeyjahreppi í Rangár-
vallasýslu. Varðveist höfðu leifar af klæðnaði
undir þeirri nælu. Stærð nælanna frá Gamla-
-Berjanesi var sú sama: 11 cm að lengd, breidd
7,5 cm og hæð 3,6 cm. Í kumlateignum að
Miklaholti, Biskupstungnahrepp, Árnessýslu,
fundust meðal annarra gripa tvær nælur af
gerð R. 652/654, 51C, ásamt kringlóttri nælu,
þríblaðanælu, ellefu perlum, járnmel og járn-
broti. Samsetning þessara gripa er ekki ólík
þeim sem fundust á Vestdalsheiðinni. Gylling
hefur einnig varðveist á einni nælunni en hin
hefur spanskgrænu. Í Þjórsárdal, Skeiða- og
Gnúpverjahreppi, Árnessýslu fundust líka
tvær nælur af gerð 652/654, 51C, þær eru jafn
stórar: 10,2 cm að lengd og 8,9 cm að breidd.
Innan í þeim fundust leifar af grænum klæðn-
aði (Kristján Eldjárn, 2016, bls. 81, 86-87;
Karlotta S. Ásgeirsdóttir, 2011, bls. 69-73).
Brjóstnælur, eða kúptar nælur, eru einmitt
samkvæmt Kristjáni Eldjárn algengastar skart-
gripa í kumlum kvenna og eru þær oftast
bornar tvær og tvær saman. Fylgir þeim þá
oft einn næla af annarri gerð, s.s. „þriðja
nælan“ og auk þess steinasörvi milli kúptu
nælanna, sbr. Smykker 240. Samtals hafa
fundist kúptar nælur í 23 kumlum hér á landi
og þar af tvær saman í 15 kumlum. Taldi
Kristján að allar líkur hefðu verið á að tvær
nælur hefðu verið saman í sumum þessara
átta kumla en að önnur hefði glatast vegna
óheppilegra fundaratvika. Þó fannst aðeins
ein brjóstnæla í Dalvíkurkumlinu (Kt 89, 5
kuml) og virtist kyrtillinn því hafa verið tekinn
saman í hálsmálið. Í Valþjófsstaðakumlinu (Kt
137) var hvort sitt afbrigði af Rygh 652 og
654. Önnur þeirra var eins og Smykker 51b
en hin eins og Smykker 51k.
Mynd 12. Brjóstnæla Þjms.nr. 2004-53-2. Ljósm.: Ívar
Brynjólfsson, Þjóðminjasafn Íslands.
Mynd 13. Bakhlið brjóstnælu Þjms.nr. 2004-53-2. Ljósm.:
Rannveig Þórhallsdóttir.