Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 122
121
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
skammt frá Lófóten. Þeir sem grófu hana
upp kölluðu hinn látna „drottninguna“. Það
reyndist margt athyglisvert við þessa gröf, til
að mynda það að „drottningin“ var hlekkjuð
niður í útjaðri grafreitsins. Nánari skoðun á
gröfinni á Hagbardholmen vakti Sigurð til
umhugsunar um það hvort „fjallkonan“ gæti
hafa verið völva eða seiðkona og var það
vegna hins mikla fjölda perla sem fannst á
uppgraftarstað. Benti hann á máli sínu til
stuðnings að í Eiríks sögu rauða er nákvæm
lýsing á völvu og búnaði hennar, þar á meðal
fjölda perla (Guðbergur Davíðsson o.fl.,
2013; Svavar Hávarðsson, 2012, 15. júlí).
Valgerður H. Bjarnadóttir taldi ennfremur að
„fjallkonan“ hefði verið völva sem ferðaðist
á milli bæja (Valgerður H. Bjarnadóttir 2005)
og Bjarni F. Einarsson að hún hefði verið
farandsölukona perlna (Guðbergur Davíðsson
o.fl., 2013; Bjarni F. Einarsson, 2015, bls.
258). Hér má sjá mynd af vettvangi í stór-
grýtisurð á Vestdalsheiði (mynd 6) og hluta
af þeim perlum sem fundust á uppgraftarstað
á myndum 7, 8, 28 og 29.
Rannsóknaraðferð
Andrew Sayer hefur lýst síð-fræðilegri
rannsóknaraðferð þannig að á meðan aðrar
fræðilegar nálganir spyrja einhliða og óhlut-
bundinna spurninga til að skilja marghliða og
hlutrænar aðstæður, bjóði bæði þverfaglegar
og síð-fræðilegar rannsóknaraðferðir upp á
nálgun þar sem röksemdarfærslu er fylgt hvert
sem hún leiðir, í stað þess að henni sé aðeins
fylgt í rörsýn að mörkum hvers fags fyrir
sig – þar sem aðilar úr mismunandi fögum
leggja fram eigin rök á bak við þunna grímu
samstarfs, en hver og einn er í raun fangi eigin
fags. Síð-fræðileg aðferð fer með þessum
hætti yfir mörk fræðigreina í frjálsu flæði
hugmynda og lærdóms.
Þessi rannsókn fór vítt og breitt, á breiðara
sviði en höfundur hafði möguleika á að afla
sér sérfræðiþekkingar á, með það að leiðarljósi
að tilgangurinn væri að komast að niðurstöðu
um hverja og eina „vísbendingu“ og því var
leitað til nokkurra sérfræðinga og leitað álits
þeirra og gerðar nýjar sjálfstæðar greiningar.
Gripir og gögn í nýju ljósi
Efniviður rannsóknarinnar var skoðaður út frá
síð-fræðilegu (post-discipline) sjónarhorni.
Byrjað var á því að skoða nánar og ljósmynda
alla gripi tengda fundarnúmerinu 2004-53. Þá
voru gripir kannaðir út frá ástandi, tækni, efni
og vinnslu. Gripirnir voru vigtaðir og mældir,
samhliða því að vera greindir með uppruna í
huga og aldur en einnig tengsl við sjálfsvitund
(e. identity) og hlutverk „fjallkonunnar“. Um
leið var búin til fundaskrá (viðauki a) og ljós-
myndaskrá af myndum af vettvangi (viðauki
b), bæði til að gera gögnin aðgengileg fyrir
Mynd 7. Hluti af grænum perlum fjallkonunnar, með
Þjmsnr. 2004-53-52. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.
Mynd 8. Hluti af gylltum perlum fjallkonunnar, með
Þjmsnr. 2004-53-55. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.