Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 38
37
Smalakofar á Upp-Héraði
Besta yfirlit um smalakofa, sem mér er kunn-
ugt, er í bók Birnu Lárusdóttur: Mannvist,
sýnisbók íslenskra fornleifa, (Opna, Rvík,
2011). Þar ritar Elín Ósk Hreiðarsdóttir sér-
stakan kafla um smalakofa, bls. 249-259, með
mörgum myndum af kofarústum, og er stuðst
við hana í þessari grein.
Smalakofar í Skógum og Fljótsdal
Höfundur skoðaði örnefnaskrár jarða í Fljóts-
dal og Skógum í leit að smalakofum, og kom
í ljós að þeirra er allvíða getið, jafnvel á stöku
stað með nöfnum. Flestir eru þeir fallnir í
rúst fyrir löngu, en a.m.k. tveir standa ennþá
með sínum helluþökum, þ.e. á Egilsstöðum
og Brekku. Reyndar er hvorugs þeirra getið í
örnefnaskrá. Höfundur hefur ekki skoðað þá
sjálfur, en fengið lýsingar og myndir af þeim.
Mjóanes: „Um Kleppsskarð liggja götur
að Sauðhaga, kallaðar Sauðhagagötur.
Utan við götuna á Hálsinum er Grávarða
(Grástrýta). Þar er smalabyrgi við vörðuna.
Þar heita líka Miðholt. Vestur af Grávörðu er
grýtt hæð, sem heitir Tíkarhraun.“
Hallormsstaður: „Á landamörkum
Hallormsstaða og Geirólfsstaða er Presta-
flói (þrætustykki). Þar norður af eru Húsa-
bæjarhlíðar. Þar var setið yfir kvíaám, og
einnig eru þar rústir af smalakofum; mun
nafnið vera dregið af þeim.“ (Örnefnaskrá
Hallormsstaðar, bls. 20).
Buðlungavellir / Skjögrastaðir: „Næst
fyrir ofan Lækjardal er Fosshlíð (heitir eftir
fossum í Grafningsá?). Inn af henni er Ljós-
kollumelur. Dregur nafn af hryssu sem fennti
þar. Á melnum eru rústir af smalakofa, og
Gunnlaugur [M. Kjerúlf] segir að nú sé þarna
nefnt Smalaskálaalda.“
Hrafnkelsstaðir: „Þar upp af er Byrgis-
hjalli, á efri brún hans er gamalt smalabyrgi.“
Þetta er í miðju fjalli upp af Skipabotni, sem er
við Jökulsá um ½ km innan við bæinn. „Upp
af Brandsöxl er Brandsaxlarflói. En ofan við
flóann er Smalaskálaalda, og er hún hæst á
hálsinum í þessu landi og um leið á merkjum
að austan á óskiptu landi.“ Brandsöxl er á
Víðivallahálsi á merkjum við Víðivelli ytri,
það er í um 550 m hæð y.s.
Klúka: „Inn af Selhjalla er Selhjalla-
krókur, en fremst og efst í Urðunum er
Smalaskálahraun.“ Urðirnar eru berghlaup
úr Sóleyjarbotnum, sem eru í miðju fjalli,
innan og ofan við bæinn.
Víðivallagerði: „Spölkorn innan við Þing-
mannaklif er Geldingasteinn, og smalakofi
er suðvestan undir honum.“ Þessi kofi er
líklega stutt fyrir ofan Gerðisbjarg. „Framan
við Kerlingarlæk heitir Tréhraun, það liggur
suður fjallsbrúnina. Inn af því á brúninni er
hvilft í Hálsinn [Víðivallaháls], og norðan við
Svartöldu heitir Slakki; þar er Sigmundar-
kofi og Fýrka, varða.“ Þorsteinn Pétursson
sem ólst upp í Gerði, segir að þriðja smala-
kofatóttin sé ofar í fjallinu, hérumbil beint
upp af bænum, ofan við botna sem kallast
Drangadalir. Það er eina dæmið um þrjá
smalakofa á einni jörð, sem ég þekki. Báðir
síðarnefndu kofarnir eru hátt í fjallinu.
Egilsstaðir: Smalakofi er í fjallinu við
Fremri-Þórisstaðalæk, ofan við Selhlíð, hlað-
inn úr hellum, enn mjög heillegur. Páll Pálsson
skoðaði kofann og myndaði 1991, í fylgd með
Benedikt Jónassyni frá Þuríðarstöðum. Páll
lýsir kofanum svo:
„Byrgið stendur á hjalla, allhátt upp í hlíð-
inni við Þóris(staða)læk fremri. Er alveg
byggt úr hellugrjóti og hangir enn uppi.
Dyr snúa til suðurs, fram dalinn. Sér í topp-
inn á Snæfelli frá kofanum.[...] Hæðin til
lofts mun ekki ná 100 sm. Annað, mjög
lítið byrgi, virðist hafa verið við hliðina
á smalabyrgi þessu, og sjást leifar þess á
annari myndinni - er dalsmegin við kofann.
Við Benni giskuðum á að það hefði verið
fyrir hundinn. Mannvirki þetta er í landi
Egilsstaða. Stendur rétt utan við fremri
Þórislækinn, á rana sem myndast milli