Lögfræðingur - 01.01.1899, Page 93
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndurn.
93
i
umsjónarmenn með fiskiveiðunum, en umsjónarmenn skulu
kjósa 4 menn í nefnd. Með formanni, er amtmaður nefnir
til (við Lofoten konungur), setur nefndin fiskiveiðasam-
þykktir.
31) Lög 3. ágúst 1897 um ávísanir eru nálega alveg >
eins og lög Dana 23. apr. s. á. um sýningarávísanir.
32) Lög 6. ágúst 1897 um uppreist á æru.
33) Lög 6. ágúst 1897 um aukatekjur. Aukatekjur eru
í Norvegi mildu hærri, en hjer á landi. þ>annig er hjer á
*landi aukatekjugjald í dómsmálum tvær krónur, fyrir að
taka fyrir og dæma mál, en í Norvegi er aukatekjugjaldið
að jafnaði 20 kr. fyrir meðferð hvers máls, og ef málið er
sótt í aukarjetti, skal ennfremur greiða 5 kr. fyrir stefnu,
5 kr. fyrir að taka málið fyrir og 10 kr. fyrir hvert rjett-
arhald, sem síðar er haldið í því.
III. Svíaríki.
34) Lög 27. júní 1896 um sundurskipting jarða. í riti
þessu hefur verið minnst á tilraunir manna til að fá
smájarðir handa efnalitlum mönnum1). Lög þessi gjöra
mönnum auðveldara en áður, að fá skipt jörðum í sund-
ur, svo að hlutarnir verði alveg sjálfstæðar eignir.
35) Lög 27. júní 1896 um rjett til fiskiveiða eru ná-
kvæm lög, þar sem lagafyrirmæli um þetta efni hafa ver-
ið bálkuð eða sett saman í heild.
36) Lög 9. jan. 1897 ákveða, að hreppsnefndir skuli
árlega kjósa fjehirði.
37) Lög 26. mars 1897 um að hæstaijetti skuli skipt
í deildir, til þess að fjalla um mál manna.
1) Lögfræðingur I. bls. 48.