Lögfræðingur - 01.01.1899, Page 107
Yfirlit yfir löggjöl' í útlöndum.
107*
100) Lög 1. des. 1892 ákveða, að allar sektir skuli
renna í sjerstakan sjóð, sem verja skal til að byggja fyrir
fangelsi, betrunarhús og til styrktar fyrir menn, er sætt
liafa hegningu.
101) Með lögum 28. júní 1893 erlögleitt sjerstakt rjett-
arfar (Mahnverfahren), sem tíðkast í fvskalandi og Aust-
urríki. |>að gildir í málum um allt að 1000 kr. Eptir
kröfu annars málsaðila gefur dómarinn út skipun til gagn-
aðila að borga skuldina með kostnaði eða mótmæla kröf-
unni. Eigi þarf að færa ástæður fyrir mótmælunum. Ef
eigi er mótmælt innan 15 daga, má þegar í stað gjöra
fjárnám eptir kröfunni. En ef kröfunni er mótmælt, verð-
ur að sækja málið á venjulegan hátt.
102) Lög 18. des. 1894 eru löng lög um hjónabönd, og
er með þeim meðal annars leitt í lög á Ungverjalandi,
að borgaralegt hjónaband skuli eitt gilda eptirleiðis.
103) Lög 22. nóv. 1896 heimila trúarbragðafrelsi og
guðsþjónustufrelsi, svo framarlega sem það er eigi gagn-
stætt lögum og góðu siðferði, og skulu trúarbrögð og
guðsþjónusta þá engin áhrif hafa á þegnleg og stjórnleg
rjettindi manna. í lögunum eru nákvæm fyrirmæli um
rjettindi og skyldur trúarbragðafjelaga.
104) Lög 27. júlí 1896 veita leiguliðum heimild til, að
leysa sjerstakar jarðir undan árgjöldum og kvöðum, og til
að öðlast á þann hátt eignarrjett yfir ábýlisjörðum sínum.
105) Lög 4. des. 1896 um rjettarfar í sakamálum eru
mikil lög, sem lögleiða kviðdóma í helstu sakamálum á
Ungverjalandi. En áður voru kviðdómar að eins í blaða-
málum.
Páll Briem.