Lögfræðingur - 01.01.1899, Page 94
94
Yfirlit j'fir löggjöf' í útlöndum.
38) Lög 12. maí 1897, fjögur að tölu, um ríkisbanka
Svíaríkis ákveða, að ríkisbankinn skuli frá ársbyrjun 1904
liafa einkarjett til þess að gefa út seðla. og missa margir
bankar í Svíaríki seðlaútgáfurjett sinn við þetta.
39) Lög 28. maí 1897 um rjettindi rithöfundaog lista-
manna.
40) Lög 22. des. 1897 um umsjón með kjöti, sem ætlað
er til manneldis.
IV. |>ýska ríkið og Prússlaml.
41) Lög 1. maí 1889 um atvinnufjelög og kaupfjelög
(pöntunarfjelög). f>etta eru mjög nákvæm lög. Meðal
annars er ákveðið, að kaupfjelög megi að öllum jafnaði
að eins selja fjelagsmönnum eða umboðsmönnum þeirra
vörur. Endurskoðunarmaður skal að minnsta kosti annað-
hvort ár rannsaka málefni fjelagsins, og er hann annað-
hvort dómkvaddur eða kosinn af endurskoðunarfjelagi.
42) Lög 22. júní 1889 skylda verkmenn, iðnarnema,
verslunarþjóna, sjómenn og fl. að tryggja sjer lífeyri, er
þeir verða gamlir (70 ára) eða verkveilir. -
43) Lög 27. júní 1890 um árgjaldsjarðir og lög 7. júlí
1891 um að efia sölu árgjaldsjarða hefur verið rætt um
í greininni um erfðafestu, sjálfsábúð og leiguábúð1).
44) Lög 22. apríl 1892 um skaðabætur af sveitar- eða
bæjarsjóði fyrir hross og nautgripi, sem drepast af miltis-
bruna eða er slátrað þess vegna.
45) Lög 28. mars 1892 um prestskosningar.
46) Með lögum 19. júní 1893 hafa verið gjörð j'ms á-
kvæði um okur. í fiestum löndum í Evrópu hafa verið
1) Sjá Lögfræð. 1. bls. 42—44