Eir - 01.07.1900, Page 3

Eir - 01.07.1900, Page 3
115 Almennasta orsökin til þessa mismunar er þó sú, að mjög margir menn, sem hafa fengið einhvern sjúkdóm á unga aldri, verða síðar alla æfl ómóttækilegir fyrir liann og því kemur hann sjaldnar fyrir á hinum efri aldursskeiðum; á þetta sér einkum stað um næma sjúkdóma. Margir af þeim eru miklu algengari á börnum og hálf-stálpuðum unglingum en á full- orðnum og eru þeir því oftast nefndir barnasjúkdómar; þar til má tolja bóiusótt, mislinga, skarlatssótt, hlaupabólu, rauða hunda, kíghósta, illkynjaða hálsbólgu (difterí) o. 11. Flestum af þessum sjúkdómum er þamiig farið, að sá, sem einu simii hefir fengið þá, fær þá vanalega aldrei aftur; ílestir hafa þá á barnsaldri og af því leiðir, að þoir eru sjaldgæflr seinna á æf- inni. Erlendis fá flest börn mislinga og því or s;i sjúkdómur þar talinn með barnasjúkdómum, en af því að land vort er svo afskekt, líður oft langt á milli þess, að mislingar flytjist til landsins og taka þeir því jafnt fullorðna, sem okki liafa haft þá áður, eins og börn. Þetta sýnir, að mismunur sá, som er á tíðleika sjúkdómsins á mismunandi aldursskeiði, stafar ekki frá mismunandi líkamseðli, heldur frá hinu, að þeir, sem eitt sinn hafa fengið sjúkdóminn, fá hann eigi aftur. Alveg eins og mislingasóttin, hefir einnig bólusóttin lnagað sór hér og á Grænlandi, að hún hefir tekið jafnt fullorðna og börn, sem ekki höfðu haft sóttina áður. Aftur á móti er svo að sjá, sem fullorðnum sé í raun og veru nokkru siður hætt við skarlatssótt en börnum og sama er að segja um þá barna- og unglingasjúkdóma, sem menn geta fengið oftar en oinu sinni, svo sem illkynjaða hálsbólgu. Svo virðist sem menn verði ekki eins móttækilegir fyrir flesta ákafa, næma sjúkdóma, þeg- ar þeir fara að eldast. En þó eru undantekningar frá þessari reglu og má til nefna lungnabólgu, heimakomu, kóleru. Merkilegt er það, að sumir barnasjúkdómar koma sjaldan fyrir á kornungum börnum, t. a. m. mislingar, skarlatssótt, hettusótt; taugaveiki kemur og sjaldan fyrir á börnum fyr on þau fara að stálpast. Ekki vitum vér heldur, hvernig á þoss- um mun stendur.

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.