Eir - 01.07.1900, Síða 5

Eir - 01.07.1900, Síða 5
117 móttækilegri fyrir þennan sjúkdóm enn likami yngri manna, en víst er það ekki. Starblinda kemur næstum eingöngu fyrir á gamalmennum og stendur eflaust í sambandi við eðlilega afturför og rýrnun líkamans, sem vér nú munum tala um. Ellihrörnun getur verið eðlileg og nauðsynleg afleiðing af líkamseðli voru, en hún getur líka komið af þeim skaðlogu áhrifum, sem líkaminn hefir orðið fyrir á langri lífsleið; mjög mikill munur er á því, hve fljótt menn eldast og vanalega kemur ellihrörnunin því fyr, sem maðurinn hefir búið við óhollari lífsskilyrði. Vér segjiun á voru máli, að gamlir verði ellidauðir, þegar þeir ekki deyja af neinum sérstökum sjúkdómi eða slys- um. Þetta er og alveg rét.t. Dauðann leiðir fyr eða síðar með óhjákvæmilegri nauðsyn af ellihrörnuninni; mjög er mik- ill munur á hvað lengi þotta gotur dregist. Menn vita ároiðan- leg dæmi þess, að'menn hafa orðið 150 ára gamlir eða jafn- vel oldri. Vanalega verða þó þeir, sem verða ollidauðir, ekki eldri enn áttræðir eða níiæðir og menn geta jafnvel dáið úr elli milli sextugs og sjötugs. Þessi munur getur stafað af meðfæddu líkamseðli; sumir eru „lífseigari" en aðrir og merki- legt ei', að menn, sem virðast vera sterkbygðir og hraustir, eru ekki alt af lifseigari enn aðrir; líka getur þetta komið af mismunandi lífsskilyrðum og af áhrifum þeiin, sem líkaminn hefir orðið fyrir um æfina. íJað er vist, að meðaialdur sá, sem menn ná, verður hærri hjá þeim, sem eiga við betri kjör að búa og lifa eftir skynsamlegum heilbrigðisreglum, og er ljóst, að þetta hlýtur að leiða til þess, að fleiri menn ná há- um aldri eftir því sem þessu fer fram og það verður almenn- ara, og menn gætu jafnvel spurt, hvort það væri ómögulegt, að sá tími kæmi einhverntíma, að lifsskilyrðin yrðu svo góð og fullkomin í alla staði, að menn gætu haldið áfram að lifa endalaust, ef ekki vildi neitt slys til, og komist þannig hjá dauðanum. Því heldur er ástæða til að spyrja um þetta, sem menn verða ekki ellidauðir nema einhvorjir líkamspartar séu orðnir bilaðir og þessi bilun verði tilefni til dauðans. Enginn deyr úr elli, ef líffæri hans eru al-heilbrigð. Dauðinn kemur

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.