Eir - 01.07.1900, Page 9

Eir - 01.07.1900, Page 9
121 sýsla; hann hafði aðsetur á Akureyri (Flugumýri). 5. Sveinn Pálsson; nmdæmi hans varVestu r-Skaftafells-, Rangárvalhv, Árness- og Vestmannaeyjasýsla; hann bjó í Vík í Mýrdal. 6. Brynjólfur Pótursson; hans umdæmi var Austur-Skafta- fellssýsla og báðar Múlasýslurnar; hann bjó að Þorvaldsstöðum í Suðtirmúlasýslu. Þessi læknaskipun hélst longi óhreytt og læknunum fjölg- aðí svo sem ekki. Um miðja öldina voru auk landlæknis að eins 5 héraðslæknar en 1 praktiserandi læknir hafði bæzt við. Það má nærri þvi geta, að menn kveinuðu sáran undan læknaleysinu, sém hér var allan fyrri part aldarinnar, og ein- lægt voru menn því að senda stjórninni bænarskrár um að fá bætt lír þörfinni, en stjórnin fór sér hægt, enda mun kostn- aðaraukinn, sem fjölgun lækna hafði í för með sér, liafa verið Þrándur í Götu hjá stjórninni; mun henni hafaþóttþað meira en nóg, sem íslandi var miðlað úr ríkissjóði. Fáir fslendingar stunduðu læknisfræði við háskólann og danskir læknar, sem nokkuð dugðu, vildu ekki sækja hér um embætti, som hæði voru mjög illa launuð og afar-örðug. Sú eina breyting, sem varð á læknaskipun landsins fram að 1865 var sú, að Vestmannaeyjasýsla var 1827 gerö að sér- stöku læknisnmdæmi til bráðabyrgða og sérstakt læknisum- dæmi gjört úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum 1856. Landlæknir Klog leiddi stjórninni fyrir sjónir 1806 að brýna nauðsyn bæri til, að sérstakur læknir væri skipaður í Vestmannaeyjum, því að það væri ómögulegt fyrir Svein lækni Pálsson, sem var einn læknir á hinu afar-mikla svæði frá Skeiðarársandi og vestur að Hellisheiði, að gegna læknisstörfum út í Vestmannaeyjum. Ekki var stjórnin þeirrar skoðnnar. Jón landlæknir Thorstensen fékk því loks framgengt, með fulltingi stiptamtmanns, að kgs. úrsk. kom út 6.júlí 1827 um, að Vestmannaeyjar skyldu fyrst um sinn til reynslu vera sér- stakt læknisumdæmi; og árið eftir (1828) var þar skipaður sérstakur læknir, danskur (Lund). í Húnavatnssýslu hafði Jósep Skaftason sezt að sem

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.