Eir - 01.07.1900, Page 17

Eir - 01.07.1900, Page 17
129 ingarvaldið, sýndi þörf alþýðu sig i því, að það var eitt lnð fyrsta af verkum löggjafarþingsins að koma læknaskipuninni og læknakenslunni í betra hoif. Á þeim 24 árnm sem læknaskólinn hefir staðið, heftr kenslan þar tekið mikluin bótum, þótt. fóstuni kennurum ltafi eigi fjölgað. Nú eru auk 3 fastra kennara tJ. Jnnassen, Guðm. Magnússon og Guðm. Björnsson), 4 aðstoðarkennarar (Björn Ólafsson, V. Bernhöft, Sæm. Bjarnhéðinsson og lyfsali M. Lund. Nú við þessi aldamót cru því 7 kennarar cn lærisveinar 18. Síðan læknaken-lan byrjaði Itja Hjaltalín hafu alls tekið próf hjá honum og við læknaskólann 4í» læknaefni. Ritað í Desember 1900. <XX>- T(m fceðuna. Eftir Gubm. Maqnússon. (Frh. frá bl«. 27.) III. Helztu fœðutcgundir. Hér verður minst lítið eitt á hinar holztu fæðutegundir, en mjög svo af skornum skamti, og veldur því meðal annars, að enn sem komið er vita menn ekkert um efnasamsetningu ýmsra þeirra matvæla, sem menn leggja sér til munns á landi hér. Nokkur þeirra tíðkast ekki annarstaðar í mentuðum löndum, t. d. hákarl, hvalur og skyr, og veit ég ekki til, að menn hafi nokkru sinni látið prófa þau, þar sem tæki eru til þess, en það er hvergi hér á landi. Ef svo er, sem ég hygg, að skyrleifar Njáls og Bergþóru séu hin einu íslenzku matvæli, sem prófuð hafa verið i rannsóknastofu efnafræðinga, þá or það einkennilega broslegt. Og hve mikið gagn, sem sú rann- sókn kann að hafa gert sögu og forníræði, þá er hitt víst, að hún stoðar ekki við matarskamt húsmæðra hér á landi. Auðvitað eru mörg hin sömu matvæli notuð hér sem annarstaðar. Vér leggjum oss til munns kjöt margra hinna sömu dýra sem aðrar þjóðir, og nærumst á kornmat sem 9

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.