Eir - 01.07.1900, Page 18

Eir - 01.07.1900, Page 18
130 þær, og getum því að ýmsu leyti fæit oss ranusóknir þeirra í nyt. A. Úr dýraríkinu. í kjötinu eru vöðvaþræðir, og gæt.ir þeirra mest, noma dýrið hafi verið álcaflega feitt; í vöðvaþráðunum er mestmegnis eggjahvituefni nokkurt, en milli vöðvaþráðanna og utan um þá er bandvefur, hold, sem verður að lími, ef það er soðið lengi, og nokkur fita, en mjög for það eftir holdafari dýra og tegund, live mikil fitan er. Ferfætt dýr, sem hér eru höfð til matar, eru sem kunnugt er, sauðfó, nautgripir og hross. Svínarækt er hér nú engin, enda þótt svo væri í fornöld. Bú- fræðingarnir verða að fræða menn um, hvoit svínarækt geti borgað sig hér; ég skal engar getur leiða að því, en víst er um það, að svínakjöt er góður matur og tíðkast mjög víðast hvar erlendis, í ýmsum myndum. Það er að jafnaði feitara en kjöt annara dýra ferfættra. Nautakjöt þykir einna saðsamast, en hér á landi eru nautgripir oftast aldir svo illa, að kjötið er magurt, hart og strembið, eða seigt (af gamalkúm) svo að það verður fremur t.ormelt, þvi tennmnar vinna illa á því. Kálfakjöt hefir ekki þonnan ókost, en af þvi það er siður að slátra kálfunum þegar eftir burðinn, er kjötið vatnsmeira en annað kjöt og svo að kalla algeiiega fitulaust, og or því ekki auðugt að næringarefnum. Þar sem nóg mjólk er til, og því tiltölulega litils virði, eins og víða er til sveita, ætti ekki að slátra lcálfunum fyr en þeir eru 10—14 daga gamlir. Aðalkjötfæða íslendinga er kindakjötið. Bað er mjúkt af ungum skepnuin, og tiltölulega auðmolt, en oft og einatt er það lielzt til feitt, og er sagt að það fari eftir vetrareldinu. Ef það er gott, safna skepnurnar meiri vöðvum i samanburði við holdfitu og mör. Hrossakjöt var hátíðamatur i heiðni, en eftir að kristni var lögtekin hér, gleymdist átið öldum saman og fram á vora daga. í mínu ungdæmi þótti það vanvirða að éta hrossakjöt, en nú mun það víða farið að tíðkast og er vel farið, því að margur málsverðurinn hefir farið forgörðum vegna þeirrar hjá-

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.