Eir - 01.07.1900, Side 19

Eir - 01.07.1900, Side 19
l:si trúai' að borða ekki þet.ta kjöt. fað er að næringargildi og öllu eðli svipað nautgripakjöti og er engu óhoilarn, ef þrifa- lega er með farið og tilreitt, on af húðarklárum er það stremb- ið og hniss að fltunni svo mikill að óvönum býður við. Af hvölum eru vóðvarnir tþvaatið) tiltöiulega lítið borðaðir. Því svipar tii stórgripakjöts. Pað sern kallað ei „hvalur" er oftast rengi eða spik, en það er unúirhúðin af dýrinu, rengið af kviðnum, spikið annarstaðar af likamanum. l’að er mest- megnis límvefui', en auk þoss meiri eða minni íita. Iteynslan virðist sýna, að það sé ekki tormelt fæða, en ekki getur súr hvalur veiið kraftmikill til næringar, svo mjög sein hann bólgnar út í sýru. Fuglakjöt er mjúkt og auðmelt, af flestum fuglum ungum, að minsta kosti þar sem vöðvar safnast, svo sem á l>i ingu og lærum; margir eru nálega algerlega fitulausir; svo er um rjúpuna, en sundfuglar flestir eru foitir, með litulag undir skinninu, og er oft þráabragð að þeirri fitu og hvorki munntöm nó holl meltingunni. Alifuglar eru hér svo að segja engir, nema hænsni. Kjöt af hænuungum er mjög auðmelt, og þola sjúklingar það oft betur en kjöt af ferfættuin dýrum. Kjöt af fiskum er mjög svo mismunandi. í öllu þvi er töluvert af eggjahvítuefnum, fram undir það eins mikið og kindakjöti (sjá töfluna), en auk þess er nokkur fita í holdi margra fiska, t. d. heilagfiskis, hrognkelsa, la\a og ala. Fitu- lausir fiskar, svo sem þurskur, ýsa og kolar eru einkar létt fæða, en hinir töluvert tormeltari. Síld er mjög nærandi, með miklum eggjahvítuefnum og töluverðri fitu, og er engan veginn þungmelt. í öllu kjöti eru það eggjahvítuefnin, som veita því aðal- lega næringargildi. Fitunnar gætir miklu minna. Eins og sjá má á töflu þeirri, sem hér fer á eflir, er venjulega nokkru minna af eggjahvítuefnum í feitu kjöti en í mögru. í kjöti ferfættra dýra og fugla eru 15 — 23 af hundr- aði hverju eggjahvítuefni, en 13—20 í fiskakiöti. Þetta er enginn sérlegur munur, miklu minni en vænia inætti eftir verði á flestum fisktegundum í samanburði við landdýra. I’að

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.