Eir - 01.07.1900, Síða 20

Eir - 01.07.1900, Síða 20
132 er því mjög mikil hagsýni og peningasparnaður að nærast sem mest á flskmeti, það er að segja af þeim fisktegundum, sem ódýrar eru, t. d. þorskur, ýsa og koli og síld. Lax er svo dýr, að hann er ekki nema til sælgætis, og sama er að segja um silung, að minsta kosti í Reykjavík, þar sem hann er seldur fyiir sama verð og kindakjöt. Það er auðvitað, að til sveita eiga menn oft erfltt með að ná í fiskmoti, en t.il þessa klufu mc-nn þó fram á miðja þessa öld þiítugan hamarinn. fá fóru menn skreiðaríerðir af Norðurlandi vestur undir Jökul og suður í Gullbringusýslu. Ég býst við, ai) skreiðin hafl oft veiið orðin nokkuð dýi', þegar hún kom þangað. Nú er alt þetta hætt, einmitt þegar skipaferðir ættu að gera mönnum auðveldara að ná í fiskmeti. Það er ekki eingöngu af því, að menn geta ekki fengið harðflsk; sjómenn eru að vísu víðast hættir að herða fisk; þeim þykir það borga sig hetur að salta hann. En mundi það ekki borga sig fyrir bændur að kaupa saltfisk. Hann or þó alt af fáanlegur. Saltfiskur hefir meiri næringarefni en saltkjöt. Og vorðið er lægra, meira.að segja með þvi háa saltfisksverði, sem hér er nú. Eða síldin. Éað er hraparlegt að vita, að íslendingar skuli ekki hafa lært að nota hana til manneldis að nokkrum mun. Hún er enn næringarmeiri en saltaður þorskur, og hvervetna erlendis þykir hún einhver allra cdýrasta fæða úr dýraríkinu. Hér meta menn hana víða ekki meira en svo, að hún er notuð til skepnufóðurs; menn vilja fæstir við henni iíta tii matar. í einni grein erum vér íslendingar fremri ýmsum þjóð- um, að því er snertir nýting matar. Ég á v'ið blóðið. i’að er hvervetna hér notað til matar, víðast annarstaðar lítið eða alls ekki. Og vér erum hér hyggnir, hinir óforsjálir, því að blóðið inniheldur eins mikið af eggjahvituefnum og margar fisktegundir, og nálega eins mikið og kjöt af landdýrum. Eftir þvi sem hér hagar til, er það eðlilegt, að ekki sé slátrað nema siðara hluta sumars og að haustinu, þvi að þá hafa sláturdýiin safnað holdum eigendum að kostnaðavlitlu. Af þossu leiðir, að monn hafa sjaldnast nýtt kjöt af ferfættum

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.