Eir - 01.07.1900, Page 26
138
að nota til manneldis kjöt af kindum, sem hafa orðið sjálf-
dauðar úr bráðapest.
Úldið kjöt getur valdið ýmsum meltingarkvillum, jafnvel
eitrun, en kjöt verður mýkra ef það er látið hanga fáa daga
eftir að skepnunni hefir verið slátiað.
Mjólk er fyrsta fæða allia spendýra og því má telja víst
að öllu óreyndu, að hún hafi að geyma öll næringarefni sem
líkaminn þarfnast, og i því hlutfalli sem honum hentar, enda
hafa rannsóknir eínafræðinganna sýnt að svo er. Engu að síður
hefir hún ein matar ekki nægileg næringarefni handa fullorðn-
um, nema mjög mikið sé drukkið af henni, og hafa menn ekki
lj'st á þvi til lengdar, en oft og einatt verða sjúklingar að
bjargast með hana eina, enda er hún flestum mat auðmeltari.
Samt er einstaka maður svo gerður, að hann þolir hana illa.
Hér skal ekki farið langt út í það, að handa ungbörnum er
móðurmjólkin langhentugasta fæðan, sem sjálfsagt er að nota,
ef nokkur tæki eru til þess. Sé þess ekki kostur einhverra
orsaka vegna, verða menn að grípa til kúamjólkur, en hún er
ekki þannig samsett að ungbörn þoli hana óblandaða. Um
þetta má lesa meira í „Eir“ 1. árg. bls. 17—22.
Sauðamjólk er hér á landi notuð jöfnum höndum og kúa-
mjólk, on víðast hvar annarstaðar lítið sem ekkert. Báðar
nrjólkurtegundir hafa í sér ostefni (eggjahvítuefni), fitu og syk-
ur (mjólkursykur), en meira ostefni er í sauðamjólk, en ekki
kann ég að segja nákvæmlega muninn á samsetningu þeirra.
í töflunni hér á eftir má sjá efnasamsetningu kúamjólkur.
Fitunni er eins og kunnugt er náð.úr mjólk með þvi að láta
hana standa, þangað til rjóminn sezt ofan á. Undir i jórnan-
urn kemur þá undanrenning, sem er mjög fitulítil, en hefir að
öðru leyti nálega sömu samsetningu. A síðari árunv tíðkast
hér. skilvindur til aðgreiningar rjóma og undanrenningar, sem
þá ætti að réttu lagi að kallast skilvindumjólk. Ég heyii sagt
að á þennan hátt megi ná meiri fitu úr mjólk en ella, ef til
vill ofmiklu, en hvað sem því liður er hitt stór kostur að
mjólkin þarf ekki að standa, er þvi siður hætt við óhreinindum,
enda hreinsar skilvindan úr henniþau óhreinindi sem i henni eru.