Eir - 01.07.1900, Síða 28
140
faldari sem þau eru, því auðveldara er að halda þeim hreinum
og verja þau súr. Pelinn verður að vera sléttur, opið vítt,
speninn einfaldur úr gúttaperka, en glerpípui' langar, sem oft
eru brúkaðar í pela eru mjög svo viðsjárverðar. Annars er
öruggasta. ráðið að sjóða alla mjólkina sem á að nota á hverj-
um sólarhring í jafnmörgum pelum og barninu eru ætlaðar
máltíðir og er svo búið um stúta í pelunum að loft
komist ekki að mjólkinni fyr en um leið og hún er drukkin.
Pess konar áhald tíðkast mjög í útlöndum á síðari árum og
er kent við Soxhlet, sem fann það upp. Einstaka maður veit
ég til að htíflr fengið sér þetta áhald keypt hér á landi. Það
kostar hér um bil 10 krónur. Það er enginn efl á því að
sægur barna á þessum einfalda útbúningi líf sitt að þakka.
Mjólk er oft fölsuð í útlöndum í gróðaskyni, og eru til
ýmiskonar verkfæri til þess að komast eftir þessu. Hérálandi
eru menn varla búnir að læra þessa fölsun enn; varlegast
hygg ég samt að fara okki mörgum orðum um það, svo það
verði ekki til að kenna aðferðirnar.
Mjólkin er svo sem kunnugt er ýmist drukkin óblönduð,
eða hún er sett saman við kornmat og búnir til margs konar
réttir á þann hátt; verður drepið meira á það síðar. Enn-
fremur eru ýms matvæli búin til úr mjólkinni einni saman, og
er þar helzt að nefna smjör, ost og. skyr.
Það virðist nú vera komið svo, að framtíð landbúnaðarins
leiki að mikln leyti á því livort fslendingar læra að búa til
gott smjör, sem verði útgengileg verzlunarvara i útlðndum.
Það er vonandi þeim takist það, lika vegna þess að þess konar
getur ekki orðið án þrifnaðarbóta. Og ef neyðin kennir mönn-
um þrifnað í þessu, þá mun meiri þrifnaður eftir fara, en hann
er vænlegastur allra hluta t.il Iieilsubóta. Sá galli, sem hingað
til hefir verið á smjörgerðinni hér er súrinn. Smjörið súrnar
þegar það geymist, af því það hleypur nokkms konar ólga i
það, sem myndar smjörsýru úr feitinni og mjólkursýru úr áun-
um, sem verða eftir í smjörinu. Súrt smjör er auðvitað okki
eins holt og nýtt eða ósúrt, en þó býðst maganum i fólki hér
svo margur óhollur matur, að hann hefir vanist að þola súrt