Eir - 01.07.1900, Page 29
141
smjör, en l>eir som hafa bilaða meltingn þola það illa. Súr-
bragðið þykir allflestnm íslendingnm hvimleitt, en útlondingum
filhmi, og or nú af sem áður var fyrir nokkrum öldum, þegar
siiit islenzkt gráðasmjör var útgengileg vara í útlðndnm. Við
verðum efalaust að sætta okkur við þessa smekkbroytingu, ng
gotum ekki gert okkur vonir um að smekkur útlendinga breyt-
ist aftur í gamla hoi-flð, en það má kannsko iiugga sig með
því, að útlendingar séu misvitrir, því að viðast er höfð i há-
vogum osttegund ein (Rochefortostur) og talin óvonju lostæt,
en hún hefir raunar nvjög svipaðan keim og súrtsmjör. Enn
er einn gallinn á súru smjöri. Það hefir töluvert minna fltu-
efni i sér en nýtt, og cr því ódrýgra.
Ostur er búinn til á þann hátt að mjólkin er látin hlatipa,
stundum nýmjólk, stundum undantenning, og mysan síuð frá.
En þótt mjólkin sé i- fyrstu hin sama og hleypingaraðferðin
eins, verður osturinn þegar hann er fullbúinn, mjög svo mis
munandi eftir meðferðinni, og fer vorðmæti hans frotnur eftir
því en eftir næringargildi, en auðvitað er það lika mismun-
andi eftir þvi hvo mikil fita lteflr voi ið í mjólkinni. Allir ostar
innihalda mikið af næringarefuum, tneira en kjöt eins og sjá
má af töflunni. Margir ostar útlendir eru mjög ódýrir og væri
skynsamlegt að borða þá meira on gert er, en allra skynsam-
legast væri að taka upp fornan sið og koma hér á ostageið
að nýju, og mun sumstaðar kominn nokkur vísir til þess.
Undanreiiningarostar hafa að visu í sér mikið af oggjahvítu-
efnum, en þeir eru harðir og þurrir nálega eins og horn, og
gengur því illa að tyggja þá vel, svo að það má gora ráð fyrir
að þoir m.ltist illa, en mjúkur ostur er fremur auðmeltur.
Það er tilvinnandi enda þótt osturinn verði töluvert dýrari,
að hafa hann ekki mjög magran, og sér í lagi mega menn hér
á landi forðast að búa þá til úr skilvindumjólk, þar sem skil-
vindurnar eru búnar þannig til verka. að þær taka nálega alla
feiti úr mjólkinni, netna nýmjólk eða dálitlu af rjóma sé þá
aftur bætt satnan við skilvindumjólkina. Ef menn legðu hér
stund á ostagerð og notuðu osta til matar, mundi það hafa
margvíslegan hag i för með sér. í heimahúsum fengju menn