Eir - 01.07.1900, Page 30

Eir - 01.07.1900, Page 30
142 hentuga fæðu, sem geymist vel og er fyrirferðarlítil, svo rnikill munur er á eða skyrsáunum. Fæðu sem ekki setti sýiu i magann, og sem mundi draga úr þvi iióflausa spónamataráti, sem nú tíðkast og ollaust veldur ýmsuin meltingarkvillum. Þegar rnonn væru um stund búnir að venjast við ostagerð til heimilisþarfa, má gera ráð fyrir að þeim iærðist að búa til verzlunarvöru innanlands og jafnvel utan. Nú þegar hafa Rang- vollingar nokkrir komizt upp á svo góða ostagerð, að þoir geta selt hann í Reykjayík fyrir 70 aura pundið. Eg gatþessáðan að dýrindisostur í útlöndum hefði svipaðan keim og súrt smjör. Sá ostur verður ekki búinn til nema á einum stað á Frakk- landi. Það er ekki allsendis ólíklegt, að hér séu nokkur skil- yrði fyrir að búa hann til ef kunnáttu vantaði ekki. En þetta snertir meira búfræði en heilsufræði. Mysuost er rétt að minnast á. Hann er búinn til á þann hátt, að mysan er seydd þangað til mest alt vatn er farið. Verður þá eftir grautur harðari eða linari, sem að mestu er úr mjólkursykri, en auk þess er nokkurt ostefni í honum. Hann hefir þvi í raun réttri töluvert næringargildi, en það er ekki borðað svo mikið af honum, að þessa gæti mikið. Ekki er unt að segja neitt með vissu um það hve vel hann meltist. Skyr er sú fæða, sem einna mest er búið til af úr mjólk- inni, en enda þótt skyrgerð hafi tíðkast hér frá fornöld, eins og sjá má af fornsögunuin, vantar mikið á að hún sé alment í góðu lagi. Oft er skyrið með draflastykkjum (“graðhestaskyr"), oft með elli eða moldarbragði, oft með hörðum kekkjum („þorn- unarskyr"), og gerir alt. þetta þennan mat óljúffengan. Skyrið hefir nálega alt ostefnið úr mjólkinni og þær fituleyfar sem verða eítir í undanrenningunni, sem auðvitað eru mismiklar. Auk þess er altaf töluvert af mysu eftir, og þegar skyrgeyin- ist, hleypur ólga í það, og það súrnar. Það má telja víst, að þykkt skyr haft mikið næringargildi, en það verður þeim mun minna sem skyrið er mysumeira og þynnra. Mér vitanlega eru engar efnarannsóknir til sem geta frætt menn um sam- setningu skyrs, og væri það þó þarflegt að þekkja hana.

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.