Eir - 01.07.1900, Page 33

Eir - 01.07.1900, Page 33
hana jafnhliða kornmat oftir notkun hennar í ýmsum löndum. sumstaðar framar. Ef menn aðgæta töfluna yfir efnasamsetningu fæðuteg- undanna, má brátt sjá að það er sameiginlegt öllum efnum úr dýraríkinu að liafa í sér mikið af eggjahvituefnum, meiri eða minni fitu, en kolvetni engin, þegar mjólk or undanskilin. Fæðutegundirnar úr jurtarikinu hafa hinsvegar litið af eggja- hvítuefnum, nema baunirnar einar. Flestar lítið af feiti en mikið af kolvetni, enda þótt þau séu og mismikil. Með því kolvetnin eru langódýi ust af öllum næriugarefnum, er jurta- fæðan mjög mikilsvirði fyrir alla, ekki sízt fyrir fátæklingana. Þá er annar stórvægilegur munur á þessum fæðutegund- um. í fæðu új- dýraríkinu liggja næringarefnin tiltölulega laus fyrir; þótt bandvefur lyki um sum þeirra, þá er hann sjalfur fæða ef rétt er með farið. í fæðu úr jurtaríkinu eru næring- arefnin oftast innilokuð i hýðum, en veggir þeirra eru gerðir úr efni, sem kallað er tréefni (Cellulose), en það er ómeltandi fyrir menn. Til þess að geta fært sér í nyt næringarefni jurta þarf því að tilreiða þær á ýmsan hátt: mylja eða mala, hita upp svo að þessar himnur springi o. s. frv. Ef þetta er gert rækilega, verður ekki sagt að þessar fæðutegundir, flestar hverjar, séu tormeltari en dýrafæða. Það þarf að mala flestan kornmat eða llesja liýðin utan af fræunum til þess að unt sé að geia hæfilega fæðu úr hon- um. Þegar mjölið er sáldað, skilst hismið frá, og er það óhæfi- legt til manneldis, enda þótt töluvert af eggjahvítuefnum sé i því; menn hafa þess engin not, af því að meltingarvökvarnir komast ekki að því gegnum tréefnið. Eftir því sem mjölið er malað og sáldað smágerðara, eftir þvi verður minna af eggja- hvítuefnum í því, en aftur á xnóti tiltölulega meira af kolvetn- um. Iíeppilegast væri auðvitað að rata ineðalhófið: losna við tréefnið og halda eggjalivituefnunum, en það gengur illa að sameina þetta tvent. En þótt mölun sé nauðsynleg, þá er okki þar með sagt, að menn þurfi að láta mala kornmatinu erlendis, eins og nú íðkast. Ávið 1898 var ílutt inn í landið 1 millíón punda 10

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.