Eir - 01.07.1900, Page 38
150
skemds1. Þegar alt gengur út: mjöl, sem ekki verður bakað
úr, maðkaður rúgur, maðkaðar baunir, þá ei það ílutt til
landsins hvað eftir annað.
Súrt rúgbrauð eða ógerað á eflaust mikinn þátt í melt-
ingarkvillum sem eru hór svo algengir.
Brauð sem er yngra en 1 sólarhrings eða eldra en 8 sól-
arhringa er torjnelt.
Eins og sjá má af töflunni eru mikil næringarefni í brauði,
nokkru minni í rúgbrauði en hveitibrauði, en þess ber að
gæta að því fer fjarri að líkaminn noti öll þau næringarefni,
sem til eru í þvi, það getur hann aldrei, hve vel sem brauðið
kann að veia biíið til. Yfir höfuð notast honum miklu ver
næringarefni úr jurtaiíkinu en dýraríkinu, missir meira af þeim
óineit, og verður drepið á það siðar, og hver áhrif það á að
hafa á matarskamt.
Enn er ótalin ein eða réttara sagt margar tegundir
brauðs, það er að segja sætabrauð, alt það brauð sem búið
er til á margvislegan hátt með sykii, kryddi og feiti. Það á
ekki að vera matur, heldur sælgæti, og helzt sem minst, því
eflaust lieíir það slæm áhrif bæði á tennur og meltingu. fað
er ljótt að sjá eftirlætis krakka hama það í sig og hafa mest-
megnis til mat.ar, og er enginn velgerningur við þau, þvi auk
þessara skaðlegu áhrifa, hættir það fljótt að vera sælgæti.
Rótarávextir eru töluvert hafðir til matar hér á landi,
einkum kartöflur og gulrófur enda eru þær ræktaðar í landinu,
og er það mikið til þessarar ald ir tízka. Það er mikil
framför fyrir iand, sem ekki getur framleitt korntegundir, og
vonandi að það færist enn meira í vöxt en orðið er. í kart-
öflum er 7r> kolvetni og Vöo oggjahvítuefni; þær eru því miklu
vatnsblandaðri en kornmatur, og tiltölulega fyrirferðarmiklar,
og næringarefnum þannig komið fyrir í þeim, að þær eru
óhæfar til notkunar eiuraata eða þvi sem næst, enda þótt neyð-
in reki menn sumstaðar erlendis til þesskonar mataræðis.
Einkum eru brögð að þvi á írlandi. Það er engin hætta á að
1) sbr. lög um skipströnd 14. jan. 1876, 14. gr. og tilskipun um
kauphöndlun 13. júní 1787.