Eir - 01.07.1900, Side 55

Eir - 01.07.1900, Side 55
167 allar þær höfuð-ráðstafanir, sem nú liafa verið taldar, og margt fleira, og þau lög þarf að kunngera erlendis á holztu tungu- málum Norðurálfunnar, einkum í þeim löndum, er verzlunar- viðskífti eiga við hér lenda menn, eða hingað sækja til fiski- veiða. Öllum hlýtur að vera það ljóst, að slik varnarákvæði eru nauðsynleg. Enda hafa hér á landi verið sett lög, sem fela i sér flest þau sóttvarnarfyiirmæli, sem nú voru nefnd, en þó ekki öll. Þessi eru hin holztu íslenzk lagaboð, er lúta að því, að vernda landsmenn fyrir útlendum farsóttum: Tilskipun 8. febr. 1805 um Quarantaine-ráðstafanir i Danmörku og Noregi. Lög 17. des. 1875 um mótvarnir gegn því, að bólusótt og hin austurlenzka kólerusótt og aðrar næmar sóttir flytjist til ís- lands. Lög 24. okt. 1879 um viðauka við sóttvarnarlög 17. des. 1875. Viðaukalög 18. des. 1897 við sóttvarnarlög 17. des. 1875. Páll amtmaður Briem hefir ritað rækilega um öll þessi lagafyrirmæli í tímariti sínu (Lögfræðingur 2. árg. 1898) Yfir- lit yfir sóttvarnarlög íslands) og visa ég mönnum á þá ritgerð, að þeir lesi hana. Hér skal að eins minnast á tvö atriði, tvo galla, sem miklu meini geta valdið. í lögum 17. des. 1875, 5. gr., er stjóminni veitt vald til þess, að hafa sóttvarnarhús til reiðu í nokkrum kaupstöðum og kauptiinum (Reykjavík, Vestmannaeyjum, Patreksfirði, ísa- firði, Akureyri, Seyðisfirði og Eskifirði), til skýlis yfir sóttveika sjómenn. En lögin gera ráð fyrir þvi, að þessi hús séu leigð tíma og tima í senn. Það er gallinn. Því að hentug hús til hjúkrunar og einangrunar á sjúklingum með næma sjúkdóma mun ekki auðleikið að fá á þessum stöðum i einni svipan. Sóttmengað skip getur borið að landi, þá er minst vonum varir, og hitt alt óviðbúið. Ef vér heimtum stranga varúð af aðkomumönnum, þá er það lika skylda vor, að sjá þeim fyrir góðri hjúkrun, ef þörf gerist, og tafarlausri aðhlynningu. Ef skip kemur að landi og flestir skipsmenn liggja fárveikir í bólusótt, kóleru, svarta dauða, eða annari næmri sótt, þá er það

x

Eir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.