Eir - 01.07.1900, Page 65
177
læknis og vitja hans ekki (yr en einhver liætta er á
ferðum.
Ef einhver tekur lasleik og fylgir þeim lasleik sóttliiti (feher),
þá má oftast ganga að því vísu, að einhver sóttkveykja valdi
veikinni, og geti sóttín verið næm.
Stundum er þá sjúklingnum sjálfum ogöllum heimamönn-
um þegar í stað ljóst hver veikin muni vera, t. d. ef kvefsótt
gengur, eða einhver önnur landfarsótt, sem allir hafa sóð og
vita af henni á heimilunum í kring, og sjá að veikin byrjar i
manninum með þeim einkennum, er þeirri sótt fylgja, sem á
ferðinni er.
En mjög oft tekur maður sótt, verður sóttheitur og meira
eða minna þjáður, og hefir hvorki hann né aðrir á heimilinu noina
ljósa hugmynd um, hver sóttin muni vera. Þá er oftast beðið
til þess að sjá hvað úr þessu muni verða og engin varúð höfð.
Nú þingir manninum; læknir ei’ sóttur; veikin reynist tauga-
veiki; læknir kennir varúðarreglur; en þær koma of seint;
sjúklingurinn hefir þegar smittað aðra á heimilinu; þeii leggj-
ast skömmu síðar; fólkið heldur að varúðarreglur læknisins
séu gagnslausar;1 svo eru þær vanræktar; ogsóttin leikur laus-
um hala um bæinn. Þetta á heima um taugaveiki og mjög
margar aðrar farsóttir, og á ekki svo að vera.
Ef einhver legst veikur þá ættu heimamenn fyrst af öllu
að íhuga hvort veikin muni ekki geta verið næm, og ef þeim
virðist nokkrar líkur vera fyrir því, að svo sé, bg geti ef til
vill verið um alvarlega farsótt að ræða, þá á tafarlaust.
að taka upp allar gerlegar varnir gegn útbreiðslu veikinnar á
heimilinu, ekki bíða og sjá hvort fleiri veikjast, eða hvort
fyrsti sjúklingurinn verður þungt haldinn. — Ég á hér við eins
1 Öllum sóttum er svo varið að nokkur tími líður frá því cr sótt-
kveikjan setst að í Hkamanum og þar til er veikin byrjai-. I-’csbí undir-
búningstími er mislangur t. d.: Bólusótt 10—14 dagar; Misliiigar9—11
dagar; Skarlatssótt 2—7 dagar; taugaveiki 14—21 dagar; barnaveiki
2—7 dagar; kighósti 10—12 dagar. Eru hér taldar þær tímalengdir,
sem algengastar eru; einstöku sinnum getur undirbúningstíminn verið
ýmist styttri eða lengri, en liér er til tekið. ,
12